Biðst afsökunar á ummælum

Björk Vilhelmsdóttir.
Björk Vilhelmsdóttir.

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á ummælum, sem hún viðhafði í fréttum Sjónvarpsins í vikunni um að embættismenn Reykjavíkurborgar hefðu blekkt borgarfulltrúa til að samþykkja skipulag um hesthúsabyggð nærri bökkum Elliðaár í Víðidal.

Björk lét bóka á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í gær, að það hafi ekki verið ætlun hennar að sneiða að heiðri embættismanna með orðum sínum og biðjist hún afsökunar á því að svo hafi orðið raunin með óviðeigandi orðalagi.

„Blekking er klárlega of stórt orð í þessu samhengi og ekki nýtt að undirrituð velji ekki réttu orðin á réttum stöðum. Eftir stendur að þær mótvægisaðgerðir sem nefndar eru til sögunnar í gögnum málsins eru ekki nægilega miklar að mati sérfræðinga og veiðimanna sem þekkja Elliðaárnar betur en nokkur annar. Endurskoða þarf að mínu mati deiliskipulagið, til að taka af allan vafa og tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hrófli ekki við viðkvæmu lífríki Elliðaánna," segir Björk í bókuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert