„Augljós mistök“

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. mbl.is/Kristinn

„Það voru augljós mistök að hafa veitt styrkjum frá Landsbankanum og FL group viðtöku. Það höfum við sjálfstæðismenn viðurkennt með því að ákveða að endurgreiða þessar fjárhæðir,“ skrifar Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á vefsíðu sína.

Hann segir að forysta flokksins hafi síðan lagt sig fram um að varpa ljósi á málið og draga ekkert undan. Það sé rétt og heiðarleg ákvörðun sem flokksmenn virði og eru ánægðir með.

„Flokkurinn hefur játað mistök með því að endurgreiða upphæðina og menn axlað ábyrgð. Þannig hefur verið tekið heiðarlega á málinu og af myndarskap, rétt eins og okkur ber að gera við svona aðstæður, skrifar Einar jafnframt.

Vefsíða Einars. 

mbl.is

Bloggað um fréttina