Brunavarnir Árnessýslu svara

Brunavarnir Árnessýslu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar starfsmanna, sem birtist í gær en harðar deilur hafa verið innan stofnunarinnar að undanförnu.
 

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Innan Brunavarna Árnessýslu hafa staðið deilur síðustu vikurnar, deilur við nokkra starfsmenn sem ekki geta sætt sig við yfirstjórn BÁ. Ekki verður hjá komist að svara yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.

Við höfum unnið vikum saman að lausn málsins, meðal annars með fulltrúum Landssambands slökkviliðsmanna. Við höfum skrifað undir samkomulag við LSS vegna mála sem slökkviliðsmenn lögðu fram og töldum að með því væri komin lausn í málinu. Því miður virðist það ekki vera. Slökkviliðsstjóri hefur ekki brotið af sér í starfi eða farið út fyrir samþykktir stjórnar. Stjórn og fulltrúaráð eru kjörin af sveitarfélögum sem eru eigendur BÁ og hafa þau ekki lýst neinu vantrausti á okkar störf. Það er aldrei einum að kenna er tveir deila, mál sem þessi eru innanhúsmál sem auðvelt er að leysa ef báðir aðilar vinna að þeim.

BÁ hefur auglýst eftir starfsmönnum í stað þeirra sem ákveðið hafa að hverfa til annarra starfa, borist hafa á annan tug umsókna og munum við ráða slökkviliðsmenn, þjálfa þá og mennta í samstarfi við Brunamálastofnun sem hefur boðið okkur aðstoð sína. Meðan á þjálfun stendur verður sett upp öryggisáætlun með núverandi slökkviliði sem og slökkviliðum í nærsveitum og á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur að þessari áætlun er þegar hafinn og mun öryggi íbúa verða tryggt.

Á fundi sem slökkviliðsmenn héldu óskuðu þeir eftir að fá að hitta stjórn. Stjórn bauð hverjum og einum starfsmanni að koma til fundar við sig til að ræða málin, formaður stjórnar hafði samband við framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðsmanna og óskaði eftir að fulltrúi LSS yrði með starfsmönnum á þessum fundum, sem LSS samþykkti. Enginn af starfsmönnum sem sagt hafa upp þáði að koma til fundar við stjórn. Stjórn vildi með þessu verða við óskum slökkviliðsmanna en ekki að kalla menn á teppið eins og orðað er í yfirlýsingunni.

Það er mikil einföldun að setja fram þá kröfu sem starfsmaður að maður ætli að hætta störfum ef yfirmaður manns verður ekki rekinn. Það einfaldlega virkar ekki þannig í fyrirtækjum og stofnunum. Maður velur sér starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ef manni líkar ekki sú yfirstjórn sem þar er getur maður valið að hætta. En það er með eindæmum að menn skuli telja það nauðsynlegt að ráðast með þessum hætti að vinnustaðnum í stað þess að hverfa til annarra starfa.

Slökkviliðsmenn völdu Landssamband sitt til að vinna að lausnum málsins, en hluti þeirra sem sagt hafa upp eru ekki tilbúnir að vinna með okkur að þeim, það er þeirra val og við getum því miður ekki gert neitt í því. Við hefðum óskað þess að geta nú hafið vinnu með öllum starfsmönnum að þessum lausnum og uppbyggingu liðsheildarinnar.

BÁ hefur ávallt haft yfir miklum mannauð að ráða, er vel tækjum búið og styrkur liðsins hefur verið mikill. Stjórnendur BÁ munum vinna að því að svo verði áfram.

 

 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Bálhvasst við Höfða

Í gær, 16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...