Ögmundur vill sérstakan skatt á sykraða gosdrykki

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra, vill setja sérstakan skatt á sykraða gosdrykki. Hann lýsti þessu yfir í ræðu á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri í dag.

„Það er vitað að 10-15% barna á Íslandi býr við afar slæma tannheilsu og það kallar á kröftug viðbrögð stjórnvalda,“ sagði Ögmundur í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn á Akureyri í dag.

Ögmundur sagði að ástandið kallaði á samstarf við heilbrigðis- og skólayfirvöld og málið snerist fyrst og fremst um neyslumynstur. „Það er hægt að hafa áhrif á það, eins og forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og prófessor í næringarfræði bentu á í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Sérfræðingar Lýðheilsustöðvar hafa bent á þetta um árabil og á það verður að hlusta. Ég mun því taka málið upp í ríkisstjórninni og vil að við grípum til varnaraðgerða hið fyrsta, og að skoðað verði að setja sérstaka skatta á sykraða gosdrykki,“ sagði Ögmundur Jónasson.

Tveir vísindamenn, Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði, rituðu grein í Morgunblaðinu í byrjun mánaðarins þar sem þau hvetja til stýrðrar sköttunar á neyslu.

Í greininni kom fram að framboð gosdrykkja hérlendis hefur aukist ár frá ári, þannig var það tæpir 19 lítrar á mann á ári milli 1956 og 1960, rúmlega 40 lítrar 10 árum síðar og tæpir 75 lítrar 1976 til 1980. „Árið 1999 virðist framboðið ná hámarki, 160 lítrum á íbúa á Íslandi. Þetta svarar til rúmlega hálfs lítra á mann á dag sem auðvitað er misskipt frá engu til mjög mikils gosdrykkjaþambs. Síðasta rannsókn sem gerð var á landsgrundvelli á mataræði fullorðinna Íslendinga af Lýðheilsustöð staðfestir þetta. Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala hefur rannsakað mataræði barna og unglinga sem sýnir meiri neyslu sykraðra gosdrykkja með vaxandi aldri. Meðalneysla 7 ára barna er desilítri á dag, 9 ára rúmlega 1 og hálfur desilítri og svo framvegis,“ segir í greininni.

Þau segja ennfremur: „Það er í þágu lýðheilsu í landinu að spyrna nú við fótum svo um munar. Aukagjald sem nemur tíu krónum á lítra gæfi ríkiskassanum um hálfan milljarð á ári miðað við rúmlega 150 lítra framleiðslu og sölu að meðaltali á mann á ári. Langtímasparnaður samfélagsins næðist síðan með minni neyslu og bættri heilsu,“ segir í grein Sigurðar og Ingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Notkun glýfosfats óæskileg“

14:15 Umhverfis- og auðildaráðherra segir notkun glýfosfats, sem finna má í flestum illgresiseyðum, óæskilega. Hann segir mikilvægt að fólk hugsi um hvaða efni það notar og spyrji sig að því hvort sú notkun sé nauðsynleg. Meira »

Láta gott af sér leiða eftir Fiskidaginn

14:09 Kræsingar sem urðu afgangs eftir Fiskidaginn mikla verða nýttar til góðra málefna svo ekkert fari til spillis. Samhjálp fær veglegar matargjafir og eins verður slegið til veislu á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Samskip flytur matinn frítt til Reykjavíkur. Meira »

Funda aftur í lok mánaðarins

13:39 Annar fundur í kjaradeildu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá ríkisáttasemjara var haldinn í morgun.  Meira »

Viku af „ólögmætum fundi“

13:13 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar telja fund ráðsins sem nú stendur yfir ólögmætan, enda sé ekki rétt staðið að boðun fundarins. Fulltrúar flokksins ákváðu að víkja af fundi ráðsins í morgun vegna þessa. Meira »

Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

13:00 Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Meira »

Kynnir hugmyndir um þjóðgarðastofnun

12:54 Á næstu vikum mun umhverfis- og auðlindaráðherra funda víða um land til að kynna drög að frumvarpi um nýja þjóðgarðastofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Meira »

Bubbi ætlar ekki að áfrýja

12:50 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar ekki að áfrýja meiðyrðadómi í máli Steinars Bergs gegn sér. RÚV hefur hins vegar ekki ákveðið hvort dóminum verði áfrýjað, en Steinar bendir í yfirlýsingu á að sá frestur sem stofnunin hafði til að fara að tilmælum dómsins sé nú liðinn. Meira »

Náttúruöflin áþreifanleg í Hítardal

12:38 Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal, segir óvissuna sem sprungan í Fagraskógarfjalli veldur vera óþægilega. Best væri, að hans sögn, ef hrunið færi af stað sem fyrst til þess að uppbygging geti hafist sem fyrst eftir náttúruhamfarirnar 7. júlí. Meira »

Innkalla 125 KIA-bifreiðar

11:30 Bílaumboðið Askja hefur innkallað 125 KIA Niro Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2016-2017. Ástæða innköllunar er að orðið hefur vart við galla í rafmagnsvökvakúplingu sem getur valdið olíuleka. Meira »

Fór húsavillt í morgunsárið

11:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á sjöunda tímanum í morgun um að verið væri að banka á glugga íbúðar í hverfi 105 en sá sem leitaði til lögreglunnar sagðist ekki kannast við kauða. Meira »

Ágúst Valfells forseti tækni- og verkfræðideildar HR

09:54 Dr. Ágúst Valfells hefur verið ráðinn forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Hann tekur við stöðunni af Dr. Guðrúnu Sævarsdóttur sem hefur verið forseti deildarinnar frá árinu 2011. Meira »

Rök um lengd einangrunar standist ekki

09:03 Hundaræktarfélag Íslands telur rök um lengd einangrunar gæludýra ekki standast og kallar eftir áhættumati landbúnaðarráðuneytis sem átti að vera tilbúið í apríl. Morgunblaðið fjallaði í gær um grein þriggja vísindamanna sem segja sníkjudýr hafa borist með innfluttum gæludýrum í íslenska dýrastofna. Meira »

Var í ljósum logum er slökkvilið kom

08:35 Miklar skemmdir urðu á pökkunarhúsi sem eldur kom upp í að Reykjaflöt á Flúðum í gærkvöldi. Þetta segir Pét­ur Pét­urs­son, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu. Pökkunarstöðin var í ljósum logum er slökkvilið kom á vettvang. Tildrög eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. Meira »

Kraftaverk eftir maraþon

08:18 „Þótt mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig.“ Meira »

„Túristavörtur“ valda jarðvegsrofi

07:57 „Sumir kalla þetta túristavörtur, það segir nú sitt. Ein varða kallar á fleiri vörður,“ segir Árni Tryggvason leiðsögumaður.  Meira »

Einstæðir foreldrar ekki í forgang

07:37 Börn einstæðra foreldra njóta ekki forgangs við vistun á frístundaheimili. Þetta segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Kólnandi veður í kortunum

06:36 Útlit er fyrir kólnandi veður á föstudag en í dag verður hlýjast suðvestan til. Hlýtt verður í veðri sunnanlands á morgun í norðanátt og er talið að hitinn nái allt að átján gráðum þar sem hlýjast verður. Meira »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »