Fréttaskýring: Kostnaðargreiðslur bætast við kaupið

mbl.is/Ómar

Þingmenn í breska þinginu hafa orðið uppvísir að því að raka til sín fé með því að láta þingið greiða ýmsan kostnað sem flestum þykir þingstörfum óviðkomandi. Íslenskir þingmenn fá ýmsar greiðslur frá þinginu og um þær gilda skýrar reglur.

Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir að þar sem þær starfsgreiðslur sem þingmenn geti fengið séu bundnar við tiltekna fjárhæð sé hætta á misferli hverfandi. Reglur Alþingis séu stífari en hjá flestum öðrum, s.s. hjá fyrirtækjum. Þá bendir hann á að það hafi verið regla í mörg ár að þingmenn fljúgi á almennu farrými, þegar þeir ferðast á vegum Alþingis.

Fastar upphæðir

Þingfararkaup er 520.000 krónur. Til viðbótar eiga alþingismenn rétt á að fá svonefnda kostnaðargreiðslu, þ.e. að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi þeirra. Langflestir velja að fá fasta greiðslu í hverjum mánuði, 66.400 krónur (796.800 kr, á ári.). Þeir þurfa ekki að framvísa kvittunum og er staðgreiðsluskattur dreginn af fjárhæðinni. Einnig geta þeir valið um að fá einungis greitt gegn framvísun reikninga og er hámark slíkrar greiðslu 796.800 kr. á ári en enginn skattur er dreginn af þeirri fjárhæð.

Þingmenn fá allir greiddan ferðakostnað í eigin kjördæmi sem skal standa undir ferðakostnaði og uppihaldi í kjördæminu. Fjárhæðin árið 2009 er 61.400 á mánuði.

Þá má endurgreiða ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé veglengdin á fundarstað meiri en 15 km (önnur leiðin) frá heimili.

Þingmenn eiga rétt á að fá endurgreiddan símakostnað sem tengist þingstörfum. Þingmenn eru hvattir til að gæta aðhalds í símanotkun og þeim er send tilkynning ef símreikningurinn fer yfir 40.000 krónur „svo þeir geti sjálfir gert viðeigandi ráðstafanir, þ.e. ákveðið að greiða hluta kostnaðar sjálfir“ eins og segir í Háttvirtum þingmanni. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir greiða hluta reikningsins eða ekki.

Óhætt er að reikna með að símareikningur einstaklings, burtséð frá þingstörfum, sé a.m.k. 10.000 krónur á mánuði. Ef þeirri fjárhæð er bætt ofan á þingfararkaup, ferða- og starfskostnaðargreiðslur er upphæðin 657.800 krónur á mánuði.

Uppbót vegna búsetu

Þingmenn annarra kjördæma en Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis fá fasta upphæð mánaðarlega, 90.700 krónur, sem er ætlað að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík eða nágrenni. Eigi þeir aðalheimili á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðinni ætlað að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þingmaður sem heldur tvö heimili getur sótt um 40% álag (samtals 127.000 kr).

Þingmenn utan höfuðborgarsvæðisins eiga rétt á að fá endurgreiddan vikulegan ferðakostnað milli heimilis og Alþingis.

Forsetinn má fá bíl

Forseti Alþingis nýtur sömu launa- og starfskjara og ráðherrar. Laun hans eru 855.000 á mánuði og hann fær að auki sömu kostnaðargreiðslur og þingmenn og getur líka fengið bíl frá Alþingi sem þingvörður ekur.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, nýkjörinn forseti, gengur yfirleitt í vinnuna en segist væntanlega nota bíl Alþingis ef hún þurfi eitthvað að skottast fyrir þingið. Ásta er ekki á biðlaunum sem ráðherra þar sem hún tók við sambærilegu starfi.

Tveir varaforsetar þingsins fá 15% álag ofan á þingfararkaup, alls 598.000 kr. Sömu kjara njóta tólf formenn fastanefnda þingsins.

Þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka sem hafa fengið a.m.k. þrjá þingmenn kjörna og eru ekki jafnframt ráðherrar fá greitt 50% álag á þingfararkaup, 780.000 krónur.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
Ukulele
...
Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
 
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...