Eldur í bíl við Sandgerði

Mynd af vefnum 245.is.
Mynd af vefnum 245.is.

Eldur kom upp í bíl í Rockville á Reykjanesi í gærkvöldi þar sem nokkur ungmenni léku sér við að spóla á planinu. Eitt dekkið á bílnum sprakk og eigandi bílsins fór að huga að dekkinu. Heyrðist þá smellur í vélinni og um leið kom eldur, að því er kemur fram á vefnum 245.is.

Hringt var strax í neyðarlínuna sem kom boðum til slökkviliðsins í Sandgerði. Kom það  á vettvang á innan við 8 mínútum frá útkalli.  Bíllinn var þá orðinn alelda, en greiðlega gekk að slökkva eldinn.  Engan sakaði

 Myndskeið af eldinum

mbl.is

Bloggað um fréttina