Frystingu eigna aflétt

Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninganna gerir ráð fyrir að skilanefnd Landsbankans gefi út skuldabréf upp á tæplega 630 milljarða króna á núverandi gengi sem tryggt verður með veði í öllum eignum bankans í Bretlandi.

Upphæðin verður síðan notuð til þess að standa undir skuldbindingum vegna reikninganna.Til að þessi lausn á málinu verði að veruleika þarf samþykki Alþingis að liggja fyrir.

Samsett af pundum og evrum

Höfuðstóll skuldabréfsins er samsettur úr 2,2 milljörðum punda og 1,1 milljarði evra, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Skuldabréfið ber 5,5% vexti sem leggjast ofan á höfuðstól þess árlega. Það þýðir að lánið hækkar um tugi milljarða á hverju ári. Alls 34,7 milljarða króna fyrsta árið, sé miðað við upphaflegan höfuðstól á núverandi gengi.

Í samkomulagi ríkjanna er ákvæði um að skilanefndin þurfi ekki að greiða af skuldabréfinu í sjö ár. Er um valkvætt ákvæði að ræða. Skilanefnd Landsbankans gæti því greitt lánið upp hvenær sem er ef hagstætt verð fengist fyrir eignir bankans. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður greitt inn á lánið mjög fljótlega því hluti rúmlega 300 milljóna punda á reikningi Landsbankans hjá Englandsbanka verður nýttur til að greiða af höfuðstól þess um leið og gengið verður formlega frá samkomulaginu.

Frystingu eigna aflétt

Lánið þarf að greiða upp að fullu að fimmtán árum liðnum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var vaxtaprósentan, 5,5%, fundin út samkvæmt sérstökum staðli Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Um er að ræða svokallaða CIRRs-vexti (Commercial interest reference rates). Í bráðabirgðasamkomulagi við Hollendinga var gert ráð fyrir 6,7% vöxtum. Samkomulag náðist síðan milli ríkjanna í Brussel um miðjan nóvember í fyrra sem fól í sér að Bretar og Hollendingar myndu taka sérstakt tillit til fordæmalausra aðstæðna á Íslandi og gefa þyrfti landinu tækifæri til að reisa við fjármálakerfið.

Breskir og hollenskir sparifjáreigendur hafa þegar fengið innstæður sínar greiddar af þarlendum stjórnvöldum. Samkomulag ríkjanna gerir ráð fyrir að bresk stjórnvöld aflétti innan skamms frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi og mun skilanefnd bankans síðan sjá um að hámarka virði þeirra.

„Með þessu fyrirkomulagi er búið að tryggja ríkissjóði skaðleysi næstu sjö árin,“ segir heimildarmaður Morgunblaðsins sem unnið hefur að þessu máli. Hann bendir á að það sé hagkvæmara vegna vaxtanna að greiða af láninu sem fyrst ef aðstæður bjóða upp á slíkt. Þessi sjö ár séu hins vegar góður tími fyrir skilanefndina að hámarka verðmæti eignasafns bankans og takmarka þar með ábyrgð ríkissjóðs. Tímamarkið girði líka fyrir að selja þurfi eignir bankans á brunaútsölu.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ölvuð með börnin í bílnum

06:52 Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíl á Höfðabakka í Reykjavík. Ökumaðurinn var ung kona og var hún handtekin grunuð um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án ökuréttinda Meira »

Kólnar í veðri

06:42 Í dag spáir Veðurstofa Íslands suðaustan, 5-13 m/s og rigningu á köflum. Vindur mun svo snúast í suðvestan 5-13 m/s uppúr hádegi með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert. Þá léttir til austanlands. Meira »

Komið verði upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk

05:58 Koma þarf upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk og fleiri áfangaheimilum þar sem það fær stuðning. Bæta þarf aðgengi að meðferð við vímefnavanda og uppræta biðlista. Þá þarf þessi hópur að fá aukin atvinnutækifæri sem henta honum. Meira »

4,3 stiga skjálfti í Bárðarbungu

05:43 Seint í gærkvöldi mældist 4,3 stiga jarðskjálfti í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar en engin merki eru um gosóróa. Meira »

Kaupa mun færri nýja bíla

05:30 Nokkrar af stærstu bílaleigum landsins hyggjast kaupa mun færri nýja bíla inn til landsins í flota sinn á þessu ári en þær gerðu á því síðasta. Þetta staðfesta forsvarsmenn fyrirtækjanna í ViðskiptaMogganum í dag. Meira »

Nefndin staðfestir allar synjanir SÍ

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur hafnað öllum kærum vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna liðskiptaaðgerða hjá Klíníkinni. Meira »

Verð á minkaskinnum lækkar aftur

05:30 Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshússins Kopenhagen Fur en þar selja íslenskir minkabændur afurðir búa sinna. Meira »

26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki

05:30 Laun yfirstjórnar VR voru 54,2 milljónir króna á seinasta ári og hækkuðu úr 42,6 milljónum frá árinu á undan.  Meira »

Segja ögrun ekki verða liðna

05:30 Ríkisstjórnin hefur ekki kjark til þess að leiðrétta þá óhæfu sem mikill munur á kjörum alþingismanna og forstöðumanna stofnana ríkisins, skv. ákvörðun kjararáðs, og launafólks hins vegar er. Meira »

Vill beint flug frá Keflavík til Kína

05:30 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist í samtali við Morgunblaðið vilja efla samstarf og samvinnu Íslands og Kína á ýmsum sviðum. Meira »

5-10% innblöndun hefur engin áhrif

05:30 Næstum engar breytingar sjást á 50 til 100 árum í stærð laxa, framleiðslu árinnar eða endurheimtum úr sjó þótt þangað gangi eldislax sem nemur 5-10% af stofni árinnar. Meira »

Byrjað að sópa götur og stíga

05:30 Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu.  Meira »

Andlát: Ingimundur Sigfússon fyrrv. sendiherra

05:30 Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu og fyrrverandi sendiherra, lést á líknardeild Landspítalans í fyrradag, 80 ára að aldri. Meira »

„Blaut þriggja prósentu tuska“

Í gær, 22:09 Ásakanir Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, eru dapurlegar og lítilsvirðing gagnvart kennurum. Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari sem er ein þeirra sem Ólafur sakar um „grímulausan áróður“ gegn kjarasamningnum sem grunnskólakennarar felldu í dag. Meira »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Kynntu hugmyndir sínar á íbúafundi

Í gær, 23:01 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld ásamt öðrum frambjóðendum flokksins. Meira »

Í farbanni vegna kókaíns í útvarpstæki

Í gær, 20:58 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta áframhaldandi farbanni, allt til 13. apríl, vegna gruns um að hafa átt aðild að flutningi fíkniefna til landsins frá Hollandi í desember í fyrra. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...