Lausn Icesave ekki forsenda

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Reuters

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og danski utanríkisráðherrann Per Stig Møller segja lausn Icesave-deilunnar ekki forsendu þess að Ísland fái lán frá Norðurlöndunum.

Ráðherrarnir létu þessi orð falla á blaðamannafundi í Reykjavík í dag í tilefni fundar norrænu utanríkisráðherranna á Íslandi.

Viðræður um lánin munu fara fram á næstunni en þau komu þegar til umræðu í kjölfar bankahrunsins.

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, lét hins vegar þau orð falla í viðtali við Stöð 2 að lausn Icesave-málsins væri mikilvægt skref í þá átt að afgreiða lánið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert