Gullfoss á milli virkjana?

Gullfoss er eitt frægasta kennileiti Íslands.
Gullfoss er eitt frægasta kennileiti Íslands. Rax / Ragnar Axelsson

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri greindi frá nýjum virkjunarkostum, sem metnir verða í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, í gær.

Þar á meðal eru fimm nýir staðir í Hvítá í Árnessýslu, allt frá Selfossi næst sjó, upp að Búðartungu ofan Gullfoss. Þar á milli yrðu Haukholtsvirkjun, neðan Gullfoss, þá Vörðufellsvirkjun og Hestvatnsvirkjun. Samanlögð aflgeta þeirra er áætluð 227 megavött.

Aðrir nýir kostir eru Eyjadalsárvirkjun á vatnasvæði Skjálfandafljóts og Þverárvirkjun við Ísafjarðardjúp. Þá hefur möguleg vatnsaflsvirkjun við Hágöngur fengið nýtt nafn og nefnist nú Skrokkölduvirkjun til aðgreiningar frá jarðvarmamöguleikum á sama svæði.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »