KEA úthlutar 7,6 milljónum króna úr Háskólasjóði

mbl.is

Í gær voru afhentar 7,6 milljónir króna úr Háskólasjóði KEA. Var það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, sem afhentu verðlaunin og fór athöfnin fram á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð.

Var þetta í sjöunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA en samstarfsyfirlýsing KEA og háskólans var fyrst undirrituð í október 2002 og endurnýjuð í september 2007.

Samkvæmt samkomulaginu eru veittir námsstyrkir, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna og veitt eru verðlaun vegna námsárangurs til nemenda í viðskipta- og raunvísindadeild.

Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.

Verðlaun vegna námsárangurs og úthlutun námsstyrkja voru alls sjö og til úthlutunar var rúmlega 1,1 milljón. Umsóknir í flokki rannsókna, til búnaðarkaupa og sérverkefna voru 25 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar 26 milljónir. Tíu aðilar fengu styrk en alls komu rúmar 6,5 milljónir til úthlutunar að þessu sinni.

Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA árið 2009:


Rannsókn meðal ferðamanna í Eyjafirði sumarið 2009
Rannsóknarmiðstöð ferðamála
Kr. 750.000

Eflandi fræðsla til bæklunarsjúklinga – mat og alþjóðlegur samanburður
Árún K. Sigurðardóttir
Kr. 500.000

Stofngerð íslenska fálkans útskýrð með erfðaefni fjaðra
Kristinn P. Magnússon
Kr. 500.000

Hefur árangur af samrunum fyrirtækja á Íslandi verið í samræmi við markmið á síðastliðnum árum?
Fjóla Björk Jónsdóttir og Ögmundur Knútsson
Kr. 250.000.-

Eftirtaldir fengu styrki til búnaðarkaupa:

Búnaður til þörungaræktunar
Steinar Rafn Beck
Kr. 900.000

SimMan 3G kennsluhermir
Hafdís Skúladóttir
Kr. 1.000.000

Eftirtaldir fengu styrki vegna sérverkefna:

Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Þóroddur Bjarnason
Kr. 350.000

ECP. Tengiliður íslensks rannsóknasamfélags við evrópskar rannsóknir á svæðisbundinni þróun og skipulagi
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri
Kr. 750.000

Gasaðgreiningartæki (GC)
Jóhann Örlygsson
Kr. 1.000.000

Heimildarmynd um vísindi
Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Kr. 500.000

Eftirtaldir brautskráðir nemar frá HA fengu styrki til framhaldsnáms:

Sigrún Sigurðardóttir
Nemandi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
Kr. 300.000

Margrét Eiríksdóttir
Nemandi í klíniskri sálfræði við Háskóla Íslands
Kr. 300.000

Ingólfur Bragi Gunnarsson
Nemandi í meistaranámi í Uppsala University og Royal Institute of Technology í Svíþjóð
Kr. 200.000

Eydís Elva Þórarinsdóttir
Nemandi í rannsóknartengdu meistaranámi í líftækni við Háskólann á Akureyri
Kr. 200.000

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í viðskipta- og raunvísindadeild:

Meistaranám í auðlindafræði:
Jón Eðvald Halldórsson
Kr. 50.000

Raunvísindaskor:
Jenny Schulze
Kr. 50.000

Meistaranám í viðskiptafræði:
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
Kr. 50.000


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Töluvert um hálkuslys

17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »

Tekinn á 151 km/klst

15:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Meira »

Taka ekki til kynjasjónarmiða

15:20 Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum. Meira »

Arnaldur skipaður héraðsdómari

16:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

15:44 „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...