Bretar sýndu hörku þar til yfir lauk í viðræðunum

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Reuters

Bréfaskriftir  Svavars Gestssonar og Gary Roberts, formanns bresku Icesave-samninganefndarinnar, gefa góða mynd af þeirri hörku sem Bretar beittu við samningsgerðina. Frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldarinnar var lagt fram á Alþingi í gær.

Um miðjan maí voru Bretar enn mjög á móti því að beita svonefndri „Landsbanka-aðferð“, en hún snýst um að Tryggingasjóður innstæðueigenda sé útgefandi skuldabréfs fyrir allri upphæðinni, Landsbankinn beri ábyrgð á greiðslum sjóðsins og íslenska ríkið loks ábyrgð á greiðslum Landsbankans.

Lagði Roberts til að Svavar skyldi skoða þær yfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld gáfu út skömmu eftir hrunið í október. Roberts sagðist vona að Svavar kæmist brátt aftur á þá braut sem lagt var upp með í október og samþykkt af alþjóðasamfélaginu mánuði síðar. „Nefndir Breta og Hollendinga eru tilbúnar að ganga frá samkomulaginu 3.-4. júní, en munu notast við eigin uppköst sem upphafspunkt viðræðnanna,“ segir í bréfi Roberts.

Bréf þeirra Svavars og Roberts eru meðal fjölmargra gagna sem trúnaði var létt af í gær. Forsætisráðherra sagði það gert til að allir gætu kynnt sér þetta stóra mál.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í  dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »