Ekki reynt að verja málstað Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi. mbl.is/Heiðar

Eftir fundarhlé á Alþingi tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, við keflinu. Hann fann Icesave-samkomulaginu allt til foráttu. Hann sagði fjármálaráðherra Bretlands eins geta hafa talað í stað Steingríms J. Sigúfssonar, slíkur hafi málflutningurinn verið.

Sigmundur sagði Steingrím vera búinn að grafa sig ofan í holu og ekki getað annað en grafa dýpra. Hann hafi ekki annað fram að færa en rökstuðning mótaðilanna. Og ekki hafi hann reynt að verja málstað Íslands.

„Ég er dapur yfir því að við skulum vera hér að ræða þessi mál. Ég taldi að þegar þessir samningar væru komnir fram þyrfti ekki að ræða þá. Hver sem les þessa samninga getur ekki með nokkru móti stutt þá,“ sagði Sigmundur.

Hann sagði að frá því málið hafi fyrst verið kynnt hafi blekkingarleikurinn haldið áfram. Ekki eitt einasta atriði hafi staðist og t.d. hafi í fyrstu verið talað um að hugsanlega myndu 30 milljarðar leggjast á ríkið. Nú sé hins vegar augljóst að aðeins vaxtagreiðslurnar verði um 300 milljarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert