Fréttaskýring: Heimilisofbeldi gegn körlum óþekkt stærð

Það getur meira að segja reynst þrautin þyngri að finna ...
Það getur meira að segja reynst þrautin þyngri að finna sviðsettar myndir af heimilisofbeldi þar sem konan er í hluti geranda.

Í vikunni var greint frá því að tæplega fjórðungur íslenskra kvenna í nánu sambandi hafi orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hálfu maka síns. Þar er um vandamál að ræða sem ekki má gera lítið úr, og í siðuðum samfélögum ætti raunar ekki að líðast. En þegar kemur að umræðu um heimilisofbeldi gleymist, að karlmenn eru ekki ávallt í hlutverki árásarmanns.

„Ofbeldi gegn körlum er vafalaust falið vandamál og hefur verið, og er enn, gert hlægilegt eða um það fjallað eins og það sé ekki til í alvörunni,“ segir Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir það hins vegar mun minna hafa verið rannsakað og því séu því sem næst engin úrræði þeim til handa. „Á heildina litið er staðan enn sú að körlunum er sagt – beint og óbeint – að þetta sé vandamál sem þeir verði sjálfir að takast á við.“

Skilgreina ofbeldi ekki eins

Í niðurstöðum rannsóknar Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur og Brynju Örlygsdóttur má sjá að rúmlega átján prósent þeirra kvenna sem tóku þátt höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu maka síns, 3,3% líkamlegu og 1,3% kynferðislegu ofbeldi.

Samkvæmt þeim rannsóknum sem komið hafa fram er mun algengara að karlmenn séu beittir andlegu ofbeldi en líkamlegu. Hvort það sé í jafn miklum mæli og konur er hins vegar vandi um að spá. Kynin skilgreina nefnilega ofbeldi ekki á sama hátt. Það sást einna best á niðurstöðum könnunar dómsmálaráðuneytis frá árinu 1996. Þar sögðust mun fleiri konur hafa beitt karla sínu ofbeldi en karlar sögðust hafa orðið fyrir. „Þær athuganir sem ég man eftir á andlegu ofbeldi benda til að ekki sé mikill munur á því sem kynin verða fyrir en hins vegar munur á því hvernig þau túlka það. Almennt séð gildir auðvitað að það er upplifun þolanda sem ræður því hvort um ofbeldi er að ræða. Hins vegar er alveg hugsanlegt að karlar frekar en konur reyni að dylja það að orð eða tákn særi þá. Það er jú ekki „karlmannlegt“ að taka slíkt inn á sig,“ segir Ingólfur.

Upplifa sömu afleiðingar

Afleiðingar heimilisofbeldis á karlmenn eru nánast óþekktar, enda lítið vita um umfang og þar afleiðandi þörfina fyrir aðstoð. Ingólfur telur að afleiðingarnar séu ekki ólíkar milli kynja. „Þeim mun lengur sem ofbeldið varir þeim mun líklegra er að raunveruleikaskynið brenglist þannig að þolanda, karli eða konu, finnist hann eiga ofbeldið að einhverju leiti skilið. Það er hluti afleiðinganna, sem ekki virðast vera mikið öðruvísi hjá körlum en konum, skert sjálfsálit, brengluð raunveruleikasýn, ótti og mannfælni.“

Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna heimilisofbeldis er gert ráð fyrir verkefni sem sérstaklega beinist að því að skoða það ofbeldi sem karlar verða fyrir af hendi maka. Það verkefni er hins vegar ekki komið í gang.

Innlent »

Ekið á gangandi vegfaranda

06:55 Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar í gærkvöldi. Tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 18.30. Meira »

Ölvuð með börnin í bílnum

06:52 Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíl á Höfðabakka í Reykjavík. Ökumaðurinn var ung kona og var hún handtekin grunuð um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án ökuréttinda Meira »

Kólnar í veðri

06:42 Í dag spáir Veðurstofa Íslands suðaustan, 5-13 m/s og rigningu á köflum. Vindur mun svo snúast í suðvestan 5-13 m/s uppúr hádegi með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert. Þá léttir til austanlands. Meira »

Komið verði upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk

05:58 Koma þarf upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk og fleiri áfangaheimilum þar sem það fær stuðning. Bæta þarf aðgengi að meðferð við vímefnavanda og uppræta biðlista. Þá þarf þessi hópur að fá aukin atvinnutækifæri sem henta honum. Meira »

4,3 stiga skjálfti í Bárðarbungu

05:43 Seint í gærkvöldi mældist 4,3 stiga jarðskjálfti í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar en engin merki eru um gosóróa. Meira »

Kaupa mun færri nýja bíla

05:30 Nokkrar af stærstu bílaleigum landsins hyggjast kaupa mun færri nýja bíla inn til landsins í flota sinn á þessu ári en þær gerðu á því síðasta. Þetta staðfesta forsvarsmenn fyrirtækjanna í ViðskiptaMogganum í dag. Meira »

26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki

05:30 Laun yfirstjórnar VR voru 54,2 milljónir króna á seinasta ári og hækkuðu úr 42,6 milljónum frá árinu á undan.  Meira »

Nefndin staðfestir allar synjanir SÍ

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur hafnað öllum kærum vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna liðskiptaaðgerða hjá Klíníkinni. Meira »

Verð á minkaskinnum lækkar aftur

05:30 Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshússins Kopenhagen Fur en þar selja íslenskir minkabændur afurðir búa sinna. Meira »

Segja ögrun ekki verða liðna

05:30 Ríkisstjórnin hefur ekki kjark til þess að leiðrétta þá óhæfu sem mikill munur á kjörum alþingismanna og forstöðumanna stofnana ríkisins, skv. ákvörðun kjararáðs, og launafólks hins vegar er. Meira »

Vill beint flug frá Keflavík til Kína

05:30 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist í samtali við Morgunblaðið vilja efla samstarf og samvinnu Íslands og Kína á ýmsum sviðum. Meira »

5-10% innblöndun hefur engin áhrif

05:30 Næstum engar breytingar sjást á 50 til 100 árum í stærð laxa, framleiðslu árinnar eða endurheimtum úr sjó þótt þangað gangi eldislax sem nemur 5-10% af stofni árinnar. Meira »

Byrjað að sópa götur og stíga

05:30 Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu.  Meira »

Kynntu hugmyndir sínar á íbúafundi

Í gær, 23:01 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld ásamt öðrum frambjóðendum flokksins. Meira »

Í farbanni vegna kókaíns í útvarpstæki

Í gær, 20:58 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta áframhaldandi farbanni, allt til 13. apríl, vegna gruns um að hafa átt aðild að flutningi fíkniefna til landsins frá Hollandi í desember í fyrra. Meira »

Andlát: Ingimundur Sigfússon fyrrv. sendiherra

05:30 Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu og fyrrverandi sendiherra, lést á líknardeild Landspítalans í fyrradag, 80 ára að aldri. Meira »

„Blaut þriggja prósentu tuska“

Í gær, 22:09 Ásakanir Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, eru dapurlegar og lítilsvirðing gagnvart kennurum. Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari sem er ein þeirra sem Ólafur sakar um „grímulausan áróður“ gegn kjarasamningnum sem grunnskólakennarar felldu í dag. Meira »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »
Múrverk
Múrverk sími 8919193...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...