Ekið inn í hlið sjúkrabíls

Sjúkrabíllinn sem valt
Sjúkrabíllinn sem valt mbl.is/Júlíus

Ökumaður var fluttur á slysadeild eftir að hann ók bifreið sinni inn í hlið sjúkrabíls í forgangsakstri á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar nú skömmu fyrir klukkan hálf tvö í dag.

Sjúkrabíllinn valt á hliðina við áreksturinn. Tveir sjúkraflutningamenn voru í honum, en enginn sjúklingur. Þeir virðast að mestu hafa sloppið ómeiddir.
 

Sjúkrabíll fór á hliðina í árekstri í dag
Sjúkrabíll fór á hliðina í árekstri í dag mbl.is/Július
mbl.is

Bloggað um fréttina