„Mjög óvenjulegt“

Kuldakastið á Suðurlandi hefur komið illa við kartöflubændur. Mynd úr …
Kuldakastið á Suðurlandi hefur komið illa við kartöflubændur. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Mjög kalt var á Suðurlandi í nótt og fór hitinn víða niður fyrir frostmark. Fram kom í hádegisfréttum RÚV að kartöflugrös hafi fallið í Þykkvabæ sem hafi vond áhrif á uppskeruna. Bergvin Jóhannsson, formaður Félags kartöflubænda, segir afar óvenjulegt að þetta gerist í júlí.

Bergvin segir að tjónið geti orðið mikið ef kuldinn felli alveg út sprettu. „Aðalsprettutíminn er ágúst og ef það tekur nú grösin kannski þrjár vikur að jafna sig þá er náttúrulega ljóst að uppskeran verður eins mikil og vænta mætti,“ segir hann í samtali við mbl.is.

„Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Bergvin aðspurður. „Þetta er það sem er að gerast eftir miðjan ágúst, stundum.“ Þetta hafi verið að gerst í kringum 20. ágúst, en ekki núna í nokkur ár.

Bergvin bendir hins vegar á að júnímánuður hafi verið bændum í Þykkvabæ góður og nú þegar séu þeir komnir með svolitla uppskeru. 

Á Norðurlandi hefur einnig verið mjög kalt og þurrt en hins vegar hafa bændur verið lausir við frostið. Þar hefur rignt nokkuð og hafa norðlenskir bændur tekið henni fagnandi. „Það getur bjargað þessu [uppskerunni] hjá okkur,“ segir Bergvin að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert