Þróunarframlög skorin niður um milljarð króna

mbl.is/Þorkell

Áætlað er að skera niður framlög til þróunarsamvinnu um fjórðung á næsta ári, eða um tæpan milljarð króna, skv. upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Þar með lækkar hlutfall vergra þjóðartekna (VÞT) sem fer til þróunarmála niður í 0,23% en viðmið Evrópusambandsins er 0,35%.

Í vikunni tilkynnti Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) að í lok næsta árs hætti hún 20 ára samstarfi í Namibíu vegna samdráttar í þróunaraðstoð en stofnunin fer með hluta þróunarsamvinnu Íslendinga. Að auki hafa framlög Íslands farið til stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, verkefna á sviði friðaruppbyggingar og neyðaraðstoðar.

Alls námu framlög til málaflokksins 4,272 milljörðum í fyrra en í ár lækka þau í 4,2 milljarða. Á næsta ári er áætlað að framlög lækki um tæpan milljarð til viðbótar. Vegna veikingar íslensku krónunnar þýðir þetta þó töluvert meiri samdrátt. Á hinn bóginn ollu minnkandi þjóðartekjur því að framlögin námu hærra hlutfalli af VÞT en áætlað var, eða 0,43%. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að það verði 0,32% en á því næsta 0,23%.

Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ, á ekki von á að samdrátturinn vari lengi. Ísland hafi sótt um aðild að ESB, sem geri kröfu um að aðildarríki sín veiti 0,35% af VÞT til þróunarmála. „Þá kröfu þurfa þau ríki, sem eru að gerast aðilar að Evrópusambandinu, að uppfylla, jafnvel þótt þau séu fátækari en Ísland.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »