Ásakanir Saving Iceland ekki svara verðar

mbl.is/Heiddi

„Þetta eru fráleitir frasar og ekki svaraverðir,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um ásakanir Saving Iceland um meint harðræði lögreglu gegn mótmælendum í gær.

Í yfirlýsingu sem Saving Iceland sendi frá sér í nótt sakar hreyfingin lögreglu um harkalegt ofbeldi og rógburð, og fjölmiðla fyrir einhliða og villandi fréttaflutning af mótmælum við Iðnaðarráðuneytið og lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær.

Fimm voru handtekin við iðnaðarráðuneytið vegna brota á lögreglusamþykkt og tveir úr hópi þeirra sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í gærkvöld, voru handteknir fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Mótmælendur segja að lögregla hafi beitt miklu og óþörfu ofbeldi og slasað mótmælendur. Jón H. Snorrason vísar þessu á bug og segir lögreglumenn í umræddri aðgerð ekki hafa farið offari.

„Síður en svo. Menn létu þetta yfir sig ganga í fleiri klukkutíma. Þetta er mikið verkefni að þurfa að eiga við fólk sem er ósátt við stjórnvöld. Þetta truflar okkar þjónustu við almenna borgara. Það er ævinlega töluvert af verkefnum á föstudags- og laugardagskvöldum og mörg verkefnanna krefjast þess að þeim sé sinnt fljótt og vel. Þetta kom þó ekki að sök í gær en batt töluvert af okkar mannskap á annatíma,“ segir Jón H. B. Snorrason.

Boðið að gangast undir sátt 

Skýrslur voru teknar af sjömenningunum og þeim boðið að gangast undir sekt fyrir brot á lögreglusamþykkt og fyrir mótþróa við lögreglu. Sjömenningunum var sleppt úr haldi á fimmta tímanum í nótt.

Samkvæmt leiðbeiningum ríkissaksóknara um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt, varðar það sekt frá 10 þúsund krónum upp í 500 þúsund krónur að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Fyrir brot gegn lögreglusamþykkt má ákvarða sekt upp á 10 til 50 þúsund krónur. Sektarfjárhæðir ákvarðast eftir eðli og umfangi brota.

Fólkið hefur 30 daga umþóttunartíma til að ákveða hvort það gengst við lögreglustjórasáttinni og jafnframt að ganga frá greiðslu. Ef sáttinni er hafnað fer mál viðkomandi væntanlega í ákæruferli.

Saksóknara að skoða ofbeldi mótmælenda í garð lögreglu

Að sögn lögreglumanna og sjónarvotta var sparkað í höfuð lögreglumanns þegar lögreglan leysti upp mótmæli við iðnaðarráðuneytið í gær. Þá var annar lögreglumaður sleginn í höfuðið með fötu, sem var full af málningu. Þeir hlutu ekki alvarlega áverka.

„Atburðarrásin liggur nokkuð ljós fyrir í þessum tilvikum en slík mál fara til ríkissaksóknara. Mestu máli skiptir að menn sluppu betur en á horfðist,“ segir Jón H. B. Snorrason.

Engin sönnunargögn

Talsmenn Saving Iceland segja að ofangreindar sakir eigi ekki við nein rök að styðjast.

„Ekkert myndefni eða önnur sönnunargögn sýna fram á að Saving Iceland hafi gert það sem fjölmiðlar staðhæfa. Það virðist sem orð lögreglunnar, auk afar vefengjanlegrar frásagnar eins sjónarvotts, um atburði dagsins nægi fjölmiðlum til þess að birta það sem þeir álíta rétta umfjöllun um málið. Það er eðlilegt að fjölmiðlar tali við alla sem að málinu koma en þegar orð lögreglunnar eru notuð á þann veg að um heilagan sannleika sé að ræða, er óumflýjanlegt að spyrja sig fyrir hagsmuni hverra fjölmiðlar starfa,“ segir í yfirlýsingu Saving Iceland frá í nótt.

Þá segir í yfirlýsingunni að það sé ekki ósanngjörn krafa af hálfu Saving Iceland að sjónarmið samtakanna komist til almennings og að notast verði við frásögn Saving Iceland og sönnunargögn í frekari fréttaumfjöllunum.

Samtökin sendu frá sér rúmlega tveggja mínútna myndbandsbút sem sýnir handtöku eins mótmælanda. Myndskeiðið er klippt og hljóðlaust. Fréttavefur mbl.is hefur óskað eftir því við Saving iceland að fá aðgang að myndbandsupptökunni til að birta hana en svar hafði ekki borist við beiðninni.

Myndbandsbútur Saving Iceland

mbl.is

Innlent »

Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

18:16 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Meira »

Gul viðvörun víða um land

16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á þingi Sósíalistaflokksins í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitarstjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
Borstofuskápur frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuskáp frá Öndvegi / Heimahúsinu. Skápurinn er 220 x 55 x...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOL...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...