Vörumerkið Ísland stórskaddað

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar óttast ekki niðurstöðu könnunar bresku lögmannsstofunnar Norton Rose  sem leiddi í ljós að stjórnendur langflestra banka-og fjármálastofnana í Evrópu, sem töpuðu fé í bankahruninu  í fyrrahaust, íhuga að málsókn á hendur íslenskum stjórnvöldum.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að árangur hafi náðst á sumum sviðum og samningar um skiptingu milli gömlu og nýju bankanna séu mikilvægur liður í því að leysa málin í sátt fremur en með málaferlum. Það sé þó fyrirsjáanlegt að það verði málaferli út af ýmsum öðrum þáttum sem tengist bankahruninu en það verði bara að taka því.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir heilmikið verk óunnið við að endurreisa traust almennt. Það snúi ekki bara að stjórnvöldum eða fjármálalífinu, heldur almennt vörumerkinu Íslandi. Þetta staðfesti útflytjendur og íslensk fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum. Þau hafi liðið fyrir það í allan vetur hvernig orðstír landsins hafi verið skaddaður í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert