Átta sóttu um prestsembætti í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarkirkja.
Hafnarfjarðarkirkja. mbl.is

Átta sóttu um embætti prests í Hafnarfjarðarprestakalli en frestur til að sækja um embættið rann út 27.  ágúst. Embættið er veitt frá 1. október 2009.

Umsækjendur eru:

sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir
Arndís B. Bernharðsdóttir Linn cand. theol.
sr. Ása Björk Ólafsdóttir
Bryndís Valbjarnardóttir cand. theol.
sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir
Haraldur Örn Gunnarsson cand. theol.
sr. Yrsa Þórðardóttir
sr. Þórhildur Ólafs.

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Kjalarnessprófastsdæmis.

mbl.is

Bloggað um fréttina