Atvinnuleysi 7,7% í ágúst

Atvinnuleysi í ágúst mældist 7,7%, samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Þetta jafngildir því að 13.387 manns hafi verið atvinnulausir í mánuðinum.

Þeir sem voru atvinnulausir að fullu voru hins vegar 12.526, af þeim voru 861 í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar, auk þess sem mikill fjöldi fer í viðtöl hjá ráðgjöfum stofnunarinnar og á kynningarfundi.

Atvinnuleysi minnkar um 2,7% að meðaltali frá júlí eða um 369 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,2%, eða 2.136 manns.

Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 11,4% en minnst á Vestfjörðum 1,3%. Atvinnuleysi minnkaði á höfuðborgarsvæðinu um 2,5% en minnkar um 3,2% á landsbyggðinni.

Atvinnuleysi minnkar um 3,6% meðal karla en minnkar um 1,5% meðal kvenna. Atvinnuleysið er 7,9% meðal karla og 7,5% meðal kvenna. Langtímaatvinnuleysi eykst og þeir sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði voru 7.457 í lok ágúst en 7.184 í lok júlí og eru nú um 52% allra á atvinnuleysisskrá. Þeir sem verið hafa atvinnulausir í meira en ár voru 779 í lok ágúst en 629 í lok júlí. Atvinnulausum 16-24 ára hefur fækkað og voru 2.643 í lok ágúst en 3.151 í lok júlí eða um 18% allra atvinnulausra í ágúst.

Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar

Alls voru 14.371 atvinnulausir í lok ágúst. Fækkun atvinnulausra í lok ágúst mánaðar frá lokum júlí nam 846, en 467 færri karlar voru á skrá og 379 færri konur. Á landsbyggðinni fækkar um 203 og um 643 á höfuðborgarsvæðinu.

Spá 7,3-7,8% atvinnuleysi í september

Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá ágúst til september, m.a. vegna þess að skólafólk fer af vinnumarkaði. Erfitt er að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu, en líklegt er að atvinnuleysið í september 2009 minnki og verði á bilinu 7,3%-7,8%. Í fyrra var atvinnuleysið 1,3% í september.

Laus störf og ráðningar í ágúst

Alls voru 495 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok ágúst sem er fækkun um 510 frá því í mánuðinum áður þegar þau voru 1.005. Í sumar voru mörg störf sem féllu undir vinnumarkaðsúrræði, flest átaksverkefni á vegum sveitarfélaga. Meiripartur þessara starfa var afskráður úr tölvukerfinu í ágúst vegna ráðningar eða að hætt var við að ráða í störfin, því fækkar óvenjumikið nú milli mánaða.

Flestir útlendinga sem eru atvinnulausir störfuðu í byggingariðnaði

Alls voru 1.652 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok ágúst, þar af 1.037 Pólverjar eða um 63% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok ágúst. Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði eða 459 (um 28% allra erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá).

Minnkað starfshlutfall, hlutastörf og hlutabætur

Samtals voru 2.290 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok ágúst í hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með tilfallandi eða tímabundið starf á síðasta skráningardegi í ágúst. Þetta eru um 16% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok ágúst.

Af þeim 2.290 sem voru í hlutastörfum í lok ágúst er 1.491 einstaklingur sem sótti um atvinnuleysisbætur skv. lögum um minnkað starfshlutfall frá því í nóvember 2008. Þeim hefur fækkað frá fyrri mánuði, en þeir voru 1.530 í lok júlí.

Í ágúst voru 860 sjálfstætt starfandi skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri skv. áður nefndum lögum. Þeim fækkaði frá júlí þegar þeir voru 902.

Hópuppsagnir og gjaldþrot

Í ágústmánuði bárust Vinnumálastofnun 3 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem 50 starfsmönnum var sagt upp. Alls fengu 124 launamenn greitt úr Ábyrgðarsjóði launa í ágúst, 129 í júlí 275 í júní og 110 í maí. Flestir voru starfandi í mannvirkjagerð og iðnaði, 89.

mbl.is

Innlent »

Mörk leyfilegs áfengismagns verði lækkuð

20:48 Meðal nýmæla í frumvarpi að nýjum umferðarlögum, sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag, er að lögbinda hjálmaskyldu barna en í dag er einungis kveðið á um hana í reglugerð. Hjólreiðakafli núgildandi laga hefur verið tekinn til heildarendurskoðunar og reglur um hjólreiðar skýrðar betur. Meira »

„Mesti rógburður og óhróður“ sögunnar

20:39 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem hyggst bjóða sig fram til að gegna formannsembættinu, vera rógburð og óhróður af óþekktri stærðargráðu í íslenskri verkalýðssögu. Meira »

Jón leiðir hóp um félagsleg undirboð

18:58 Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er formaður nýs samstarfshóps sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði. Meira »

Tillagan væri gríðarlegt bakslag

18:23 „Enn eina ferðina vegur voldugt þjóðríki að réttindum hinsegin fólks um leið og það hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu fjögurra samtaka vegna þeirra frétta sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að til standi að endurskilgreina kyn í bandarískum lögum. Meira »

Túnfiskverkun að japönskum sið

18:10 Bláuggatúnfiskur, sem þykir vera eitt besta hráefni sem hægt er að fá í matargerð, er ekki oft á boðstólum hér á landi. Í dag var myndarlegur 172 kg fiskur skorinn af japönskum Haítaí-meistara á veitingastaðnum Sushi-Social í tilefni af túnfiskhátíð staðarins. mbl.is fylgdist með handbragðinu. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

18:09 „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Dæmdur fyrir að skalla mann

17:34 Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi í janúar 2016. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni þegar hann steig út úr bifreið sinni og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut nefbrot, bólgur og mar í andliti. Meira »

Seðlabankinn greip inn í markaðinn

17:30 Seðlabanki Íslands greip inn í veikingu krónunnar með kaupum á krónum á gjaldeyrismarkaði laust eftir kl. 15 í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í apótek og lyfjum stolið

15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »