Enn hafa ekki verið borin kennsl á mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að bera kennsl á karlmann sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. Hefur lögregla nú birt lýsingu á manninum.

Talið er að maðurinn sé 20-30 ára en hann er um 170 sm á hæð, grannvaxinn, dökkhærður með dökkt, tveggja daga skegg og sólbrúnn. Maðurinn var klæddur í munstraðan bol, bláan og gulan, dökkbláar gallabuxur, svarta púmaskó með hvítum röndum og hvíta úlpu með gráum ermum. Á honum fundust lyklar að gamalli Mitsubishi-bifreið og húslykill.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um manninn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1104.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert