Kreppan dregur mikið úr umferð

mbl.is/Ómar

Helmingur landsmanna notar einkabílinn minna nú en fyrir efnahagskreppuna. Hafa um 40% breytt ferðavenjum sínum, fara frekar gangandi eða hjólandi og sjaldnar í bílferð út fyrir bæjarmörkin. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri könnun ráðgafarfyrirtækisins Land-ráða á ferðavenjum landans. Tilgangurinn var að meta áhrif kreppunnar á ferðamenningu landans, borið saman við fyrri kannanir sem Land-ráð hafa gert.

Ferðum út fyrir sveitarfélag eða búsetusvæði fækkaði um 27% í desember 2008 til loka febrúar sl., borið saman við árið á undan. Er fækkunin að meðaltali fimmtán ferðir í ellefu á þessu tímabili. Mest hefur dregið úr ferðafjölda frá jaðarbyggðum höfuðborgarsvæðisins, en þaðan voru farnar átján ferðir á nefndu tímabili og fækkaði úr 22. Fjöldi ferða frá landsbyggðarkjörnum stendur í stað.

Mikið hefur dregið úr umferð úti á þjóðvegum samkvæmt talningu Vegagerðarinnar sem vitnað er til í könnun Land-ráða. Fyrstu þrjá mánuði líðandi árs minnkaði umferð á þjóðvegum úti um 3,3%. Á höfuðborgarsvæðinu dróst umferð saman um 10% en um 19% á Norður- og Austurlandi frá sama tíma árið á undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »