Björgunarsveit kölluð til aðstoðar

Ökumenn hafa lent í vandræðum á Öxnadalsheiði vegna hálku. Vegagerðin mun ekki aðhafast vegna þessa.  Björgunarsveit á vegum Landsbjargar er nú á leiðinni til að aðstoða ökumenn, samkvæmt upplýsingum frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. 

Þeir sem eru ekki á bílum búnum til vetraraksturs er bent á að leggja ekki á heiðina. Lögreglan á Akureyri sagði að Vegagerðin hafi verið á heiðinni í dag að sanda veginn. Lögreglan sagði að um leið og Vegagerðin hætti störfum sæki í sama farið. Á heiðinni hafi snjóað og því myndist fljótt fljúgandi hálka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert