Guardian fjallar um hrunið á Íslandi

Breska dagblaðið Guardian segir að ummæli Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, í sjónvarpsþætti fyrir tæpu ári, um að Íslendingar geti ekki og ætli ekki greiða erlendar skuldir ábyrgðarlausra manna og leggja skuldaklafa á börn sín og barnabörn, hafi verið ein ástæða þess að Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands beitti hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans, stofnanda Icesave reikninganna, í Bretlandi.

Íslensk stjórnvöld hafi verið sett á sömu hillu og ráðamenn í Búrma, Norður-Kóreu sem og liðsmenn al-Kaída. Guardian fjallar um ársafmæli bankahrunsins á Íslandi, og stöðu IceSave málsins, í tveimur greinum í dag.

Að sögn blaðsins eru Íslendingar í miklum vanda. Þannig hafi landsframleiðsla þegar dregist saman um 9% í ár og gera megi ráð fyrir að hún dragist saman um 1-2% til viðbótar á næsta ári. Atvinnuleysi verði líklega 10 prósent í vetur og þeir sem haldið hafi vinnunni hafi lækkað í launum. Framundan séu skattahækkanir og niðurskurður. Bent er á að Icesave deilan sé í hnút.

Bresk og hollensk stjórnvöld gera kröfu á Íslendinga fyrir hönd innistæðueigenda Icesave-reikninganna í fyrrgreindum löndum, þeirra á meðal eru einstaklingar, sveitarfélög, góðgerðarfélög og stéttarfélög, að jafnvirði 700 milljarða króna.

Bent er á að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, og norrænar þjóðir, séu reiðubúnar að veita Íslendingum lán upp á 6,4 milljarða dollara, jafnvirði um 800 milljarða króna, að því tilskyldu að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. Fram kemur í blaðinu að  niðurskurðarkröfur sjóðsins hafi enn ekki komið fram af fullum þunga, en að von sé á skattahækkunum samhliða gríðarlega miklum niðurskurði.

Fram kemur í Guardian að sífellt fleiri Íslendingar séu mótfallnir því að axla skuldabyrðar vegna Icesave reikninganna. Hlutfall þeirra sem mældist á móti reyndist 63% í könnun í júní sl. Blaðið hefur eftir Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn haldi hnífsegg á barka Íslendinga og sakar sjóðinn um að ganga aðeins erinda alþjóðlegra lánadrottna.

„Við höfum mikla samúð með þeim sem töpuðu fé á Icesave reikningum, en við getum ekki greitt meira en við getum,“ er haft eftir Ögmundi. Segir hann Íslendinga vilja standa við skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi, þar á meðal Icesave. „En við erum hér að tala um upphæð sem nemur helmingnum af þjóðarframleiðslu landsins,“ segir Ögmundur og tekur fram að þurfi hann að velja milli þess að standa við skuldbindingar þjóðarinnar annars vegar og vörð um almannaheill hins vegar velji hann seinni kostinn.

„Sem stjórnmálamaður á vinstri vængnum sem þarf að velja milli þess að gæta réttinda auðmanna eða þeirra sem ekkert eiga þá hef ég tilhneigingu til þess að standa með seinna hópnum. Almenningur skammast sín fyrir hvernig mál þróuðust, en eigum við að skera niður á krabbameinsdeild í Reykjavík til þess að greiða lánadrottnum?“ spyr Ögmundur.

Haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, að það komi alltaf að skuldadögum. Segist hann áætla að 15-20% heimila landsins séu í alvarlegum greiðsluvanda vegna þess að lánin hafi hækkað og að þessi hópur þurfi að fá fjárhagsaðstoð.


Bæði Wall Street Journal og Bloomberg vitna í dag í nýja skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þar sem hann metur eigin frammistöðu í fjármálakreppunni. Þar segir að þrjár þjóðir glími við mun meiri erfiðleika en aðrar í Evrópu og hafi þannig nokkra sérstöðu, þ.e. Lettar, Úkraínumenn og Íslendingar. Lettar vegna tengingar gjaldmiðils þeirra við evruna, sem útiloki gengisfellingu; Úkraínumenn vegna glundroða og óvissu í stjórnmálum og Íslendingar vegna gríðarlegra erlendra skulda.


Davíð Oddsson í Kastljósinu.
Davíð Oddsson í Kastljósinu.
Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/ÞÖK
Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum þann 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »

Erla hyggst stefna ríkinu

06:06 Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en hún var þar dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Meira »

Möguleg málshöfðun gegn stjórnendum

06:06 Þátttakendur í skuldabréfaútboði WOW air skoða rétt sinn eftir fyrsta skiptafund WOW. Mögulegt er að látið verði reyna á ábyrgð stjórnenda. Meira »

Á yfir tvöföldum hámarkshraða

05:58 Lögreglan svipti tvo ökumenn ökuréttindum til bráðabirgða í gærkvöldi en þeir óku báðir á meira en tvöföldum hámarkshraða innanbæjar. Meira »

Ofurölvi á reiðhjóli auk fleiri brota

05:50 Lögreglan handtók ölvaðan mann í Mosfellsbæ um miðnætti en maðurinn er grunaður um húsbrot, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, hótanir, að segja ekki til nafns auk fleiri brota. Meira »

Geta ekki leyft sér lúxus

05:30 Íslandspósti er ekki heimilt samkvæmt núgildandi lögum að ákveða einhliða að hætta að gefa út frímerki. Póst- og fjarskiptastofnun bendir þó á að nokkur óvissa ríki um það hvernig þessum málum verði háttað eftir að ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramót en þá fellur niður einkaréttur póstsins. Meira »

Vaxtalækkun til móts við samdrátt

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) telja að full ástæða sé fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að stíga annað skref í lækkun stýrivaxta við næstu vaxtaákvörðun, sem kynnt verður 28. ágúst. Meira »
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra, (Kerruvagn). Vel með farinn. Tilboð óskast...Sí...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...