„Ætlum að kæta hverfið“

Gleðinni og hamingjunni er ekki í kot vísað í Guðríðarkirkju í Grafarholti, þar sem tónlist, hlátur og kaffispjall verða í forgrunni í hádeginu á miðvikudögum fram til jóla. Þá stendur kirkjan fyrir sérstöku „Hamingjuhádegi“ með hálftíma uppákomu sem ætlað er að lyfta andanum upp úr kreppu og amstri hversdagsins.  

Í dag riðu tónlistarmennirnir Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson á vaðið með hádegistónleikum, þar sem Ellen söng m.a. lög eftir Magnús Eiríksson og sjálfa sig auk sálma við góðar undirtektir tónleikagesta.  

Á eftir er boðið upp á kaffi og kleinur, en atvinnulausir sjálfboðar úr hverfinu eru meðal þeirra sem aðstoða við að framreiða það.  

Ókeypis er inn en dagskrá hamingjuhádegis Guðríðarkirkju má finna á www.grafarholt.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert