Segjast hafa öll leyfi

Flugmálastjórn hyggst senda Iceland Express bréf til að spyrjast fyrir um flug félagsins til New York í Bandaríkjunum, en skv. upplýsingum frá Flugmálastjórn hefur Astraeus, sem Iceland Express leigir vélar af, ekki leyfi til til að fljúga vestur um haf frá Íslandi. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir hins vegar að öll leyfi séu fyrir hendi.

Mbl.is hefur séð gögn frá bandaríska samgönguráðuneytinu, þar sem segir að breska flugfélagið Astraeus megi fljúga frá hvaða aðildarríki Evrópusambandsins sem er, og frá hvaða stað sem er innan sameiginlegs flugsvæðis í Evrópu, til hvaða áfangastaðar sem er í Bandaríkjunum.

Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn verða þeir sem ætla að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna að vera íslenskir flugrekendur, sem hafa verið tilnefndir af íslenskum stjórnvöldum. Flugrekendurnir verði að óska sérstaklega eftir tilnefningu, og varði þetta loftferðasamning á milli Íslands og Bandaríkjanna.

Flugmálastjórn segist hafa fengið fyrirspurnir um ferðir Iceland Express til Bandaríkjanna. M.a. vegna þess hafi stofnunin ákveðið að senda bréf til félagsins til að leita nánari upplýsinga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert