Skóflustunga að Metanólverksmiðju í Svartsengi

Fyrsta skóflustungan að metanólverksmiðju Carbon Recycling International  (CRI) í Svartsengi í landi Grindavíkurbæjar, verður tekin klukkan 15 í dag.

Um er að ræða byggingu á fyrstu iðnaðarverksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem umbreytir CO2 útblæstri í eldsneyti fyrir óbreytta bíla sem nýta núverandi dreifikerfi fyrir bensín.  Framleiðslugeta verksmiðjunnar eru 4 milljónir lítra og er gert ráð fyrir því að framleiðsla hefjist í lok næsta árs.

Helstu aðstandendur CRI eru Landsbankinn, Olís, Hitaveita Suðurnesja, Mannvit, bandaríski fjárfestingasjóðurinn Focus Group o.fl.  Georg Olah, nóbelsverðlaunahafi í efnafræði 1994, og Þorsteinn Sigfússon, handhafi hinna rússnesku orkuverðlauna, fara fyrir ráðgjafaráði fyrirtækisins. Fyrirtækið var stofnað í mars 2006 af þeim Friðriki Jónssyni, Art Schullenberger, Oddi Ingólfssyni og KC. Tran.


Í fyrsta áfanga metanólverksmiðjunnar fara  2,5 MW. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður 2,1 milljón tonn af eldsneyti og verða 3 milljóna tonna CO2 tekin frá virkjuninni.  
 
Annar áfangi, sem tekinn verður í gagnið níu mánuðum seinna, þarf  5MW. Árs framleiðslugeta verður þá 4,2 milljónir lítra og verða 6 milljónir tonna CO2 teknar frá virkjuninni.
 
Um 50 manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar í landi Grindavíkurbæjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert