Fréttaskýring: Blekkingar á netinu - „frænda“ vantar fé

Facebook og Twitter eru afar vinsælir samskiptavefir.
Facebook og Twitter eru afar vinsælir samskiptavefir. Reuters

Hætturnar á netinu leynast víða og margir kannast eflaust við fréttir af árásum tölvuþrjóta og þjófnaði á auðkennum fólks á netinu. Í flestum tilvikum er verið að reyna að blekkja fólk og hafa af því fé. Notendur samskiptasíðunnar Facebook hafa ekki farið varhluta af slíkum blekkingarleik.

Íslenskur Facebook-notandi lenti óvænt í spjalli við „frænda“ sinn á síðunni í gær. Spjallið hófst nokkuð eðlilega en ekki leið á löngu þar til „frændinn“ fór að segja frá raunum sínum í London. Hann hafði verið rændur og þurfti nauðsynlega á peningaaðstoð að halda. 

Íslendingurinn tók eftir því að íslenska „frændans“ var ansi bjöguð, og því fóru að renna á hann tvær grímur. Textinn minnti fremur á eitthvað sem hefði verið þýtt í þýðingarvél Google á netinu, t.d. úr ensku yfir á íslensku. Íslendingurinn ákvað því að slíta samtalinu, enda kom á daginn að umræddur frændi var alls ekki staddur í London. Íslenskan reyndist því vera besta tölvuveiruvörnin í þessu tilfelli.

Reynt að blekkja fólk á hverjum degi

Tölvusérfræðingurinn Friðrik Skúlason segir í samtali við mbl.is að á hverjum degi sé reynt að plata íslenska sem erlenda netnotendur, hvort sem um sé að ræða Facebook eða aðrar vefsíður, s.s. örbloggvefinn Twitter. „Ef þú passar þig á því að tví- og þrítékka allt áður en þú raunverulega dregur upp seðlaveskið, þá ættirðu að vera alveg í lagi,“ segir Friðrik almennt um greiðslukortasvindl á netinu.

Hvað varðar ofangreint Facebook-spjall, þá segir Friðrik að tölvuþrjótar geti t.d. misnotað opnar síður, þ.e. síður sem séu ekki lokaðar öllum nema nánustu vinum og vandamönnum.

Þá bendir hann einnig á að ýmsar viðbætur, s.s. leikir, próf o.fl. (sérstaklega frá minni og óþekktari aðilum), sem sé að finna á Facebook geti verið mjög varasamar. Vilji fólk nota þessi forrit verði það að veita fullan aðgang að sinni síðu. „Þá geta þeir tekið hluti eins og myndir af þér, nafnið þitt og annað þess háttar,“ segir Friðrik og bætir við að hægt sé að selja þessar upplýsingar aðilum sem reyni svo að féfletta grunlausa netnotendur.

Breyttar aðferðir tölvuþrjóta

Hann segir að aðferðir tölvuþrjóta hafi verið að breytast að undanförnu. Í dag sé minna um harðar tæknilegar árásir, en meira gert af því að reyna að blekkja tölvunotendur. „Þessir vírusar og ormar, sem voru plága fyrir nokkrum árum, þeir eru algjörlega horfnir. Þessi óæskilegi hugbúnaður sem er á tölvunum í dag, þetta er annars vegar fjárkúgunarforrit og hins vegar hugbúnaður sem ætlaður er til að hræða notandann til að gera eitthvað ákveðið [scareware].“

Hann tekur dæmi um forrit sem segi notandanum að tölvan hans sé sýkt af tölvuvírus. Til að losna við hann verði hann að ljúka nokkrum skrefum. Síðasta skrefið sé oftast það að  notandinn sé beðinn um að gefa upp greiðslukortaupplýsingar svo hann geti keypt vírusvarnarhugbúnað, sem reynist svo oftar en ekki vera eitthvað bull.

Friðrik tekur hins vegar fram að það séu ekki margir sem falli fyrir blekkingum tölvuþrjótanna, sem í flestum tilvikum tengjast skipulögðum glæpahópum í Austur-Evrópu. Þá bendir hann á að það sé þekkt að hægt sé að kaupa og selja greiðslukortaupplýsingar á sérstökum uppboðsvefjum á netinu. Um gríðarlegar fjárhæðir sé að ræða. 

Notandinn sjálfur veikasti hlekkurinn

Hann segir að svindlið sé að sjálfssögðu ekki einvörðungu bundið við Facebook heldur fjölmargar fleiri vefsíður, t.d. einnig örbloggvefinn Twitter sem fyrr segir. Í sumum tilfella sé um að ræða tölvuvírusa sem sýki tölvur með þeim hætti að send séu boð úr tölvu viðkomandi og í hans nafni, t.d. frá Twitter-síðu hans, til annars aðila. Hann sé t.d. hvattur til að heimsækja tiltekna vefsíðu. Friðrik segir að þetta sé eitt dæmi um það hvernig tölvuþrjótar reyni að blekkja fólk og láta það halda að vinir og vandamenn séu að senda skilaboðin.

Friðrik segir að framleiðundur stýrikerfa, t.d. Microsoft, Apple og Linux, hafi unnið markvisst að því að gera stýrikerfin sjálf öruggari. Veikasti hlekkurinn í keðjunni sé því sjálfur notandinn. „Það skiptir engu máli hversu öruggt stýrikerfið er ef það er hægt að plata notandann til að leyfa hitt og þetta, eða gefa hinar og þessar upplýsingar [upp á netinu, t.d. greiðslukortaupplýsingar],“ segir Friðrik.

Eins og hér sést er texti frændans skrifaður á mjög ...
Eins og hér sést er texti frændans skrifaður á mjög bjagaðri íslensku.
Margir nota Twitter í gegnum farsímann.
Margir nota Twitter í gegnum farsímann. Reuters
mbl.is

Innlent »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálf þrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...