Í bið vegna orkuskatts

Eitt verkefnið var mjög langt komið. Það snýst um aukna …
Eitt verkefnið var mjög langt komið. Það snýst um aukna framleiðslu í álverinu í Straumsvík. Það er nú í biðstöðu. mbl.is/Ómar

Erlend fyrirtæki, sem undirbjuggu sjö ólík verkefni hér á landi, settu áform sín um starfsemi og fjárfestingar í biðstöðu þegar þau fréttu að í fjárlögum væri gert ráð fyrir því að taka hér upp nýjan orkuskatt. Mannvit verkfræðistofa og dótturfélag þess HRV unnu að undirbúningi verkefnanna. Þau byggðust öll á orkunýtingu, m.a. vegna gagnavera og í tengslum við áliðju.

Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, sagði að einungis hefðu liðið nokkrar klukkustundir frá því að fréttist af hugmynd um nýjan orkuskatt þar til fyrsta fyrirtækið tilkynnti að verkefnið hér hefði verið sett í biðstöðu. Hann sagði fyrirtækin öll ætla að bíða átekta.

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert