Hafna norrænu sambandsríki

Forsætisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi.
Forsætisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi. norden.org

Norrænu forsætisráðherrarnir vísuðu í dag á bug tillögu um sameinuð Norðurlönd með Margrét Þórhildi II Danadrottningu sem þjóðarleiðtoga.  Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherranna  í dag á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi.

„Tillagan um endurvakningu Kalmarsambandsins kom fram í dag í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í tengslum við Norðurlandaráðsþingið sem haldið er í Stokkhólmi. Tillagan kemur frá sænska sagnfræðingnum Gunnari Wetterberg,“ segir í frétt á vefsíðu Norðurlandaráðs.

„Þessi kunni samfélagsgagnrýnandi telur, að norrænt sambandsríki myndi hafa meiri áhrif á alþjóðavettvangi, þar sem Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland eru í sameiningu 10. stærsta hagkerfi heims.“

Forsætisráðherrarnir sögðu hins vegar á blaðamannafundi í dag „að norræna samstarfið í núverandi mynd væri nægilega sterkt, náið og í stakk búið til að mæta framtíðarverkefnum sem hnattvæðingin hefði í för með sér þar á meðal á sviði loftslagsmála, umhverfis- og orkumála. Þar með vísuðu forsætisráðherrarnir tillögunni á bug, en hún hafði þá þegar vakið mikla athygli í norrænum fjölmiðlum.

Sænski sagnfræðingurinn segir að Norðurlöndin myndu ekki einvörðungu auka áhrif sín innan ESB, heldur myndi efnahagslegur og menningarlegur ávinningur af stofnun sambandsríkis verða mikill:

„Framtíð Norðurlandanna ætti að verða glæst, ef bara allir taka til hendinni. Íbúar á Norðurlöndunum fimm eru samtals 25 milljónir og verg þjóðarframleiðsla, BNP, árið 2006 var 1.224.601 milljónir dollara. Og markaður fyrir norrænar bókmenntir, sviðslist og tónlist myndi stækka til muna“, segir Wetterberg.

Sænski sagnfræðingurinn vísar meðal annars í "að sænski hrokinn hafi minnkað á undanförnum áratugum" og það sé því raunhæft að hægt verði að sameina Norðurlöndin.“

Upplýsingasíða norræns samstarfs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert