Svæðisútvarpsstöðvar sameinaðar

Svæðisútvarpið á Austur- og Norðurlandi sameinað
Svæðisútvarpið á Austur- og Norðurlandi sameinað mbl.is/Ómar

Ákveðið hefur verið að sameina útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á Norðurlandi og Austurlandi. Nýr frétta- og dægurmálaþáttur hefur göngu sína þriðjudaginn 24. nóvember, sendur út á svæðinu frá Hrútafirði til Hornafjarðar. Útsendingin lengist frá því sem nú er og verður frá kl. 17:20 til 18:00, mánudaga til föstudaga. Það þýðir að nú bætast mánudagar við svæðisútsendingar á Austurlandi.

Jafnhliða sameiningu svæðisútsendinga á Norður- og Austurlandi hefur göngu sína nýr fréttatími  kl. 11 á morgnana á Rás2. Fréttirnar verða sagðar frá Akureyri og lögð áhersla á fréttir frá öllum svæðisstöðvum Ríkisútvarpsins og fréttariturum um land allt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert