Segja ákvörðun Arion ráðgátu

Vandséð er hvernig ríkisbankinn Arion ætlar að gæta þess jafnræðis sem stjórnsýslulög kveða á um við meðferð á málefnum 1998 ehf. að því er segir í fjöldapósti sem sendur var í gærkvöldi á þá sem skráð höfðu sig á vefsíðu Þjóðarhags.

Breski auðkýfingurinn Tom Hunter segist í samtali við Morgunblaðið ekki vera í hópi þeirra erlendu fjárfesta sem sagðir eru ætla að endurfjármagna 1998 ehf., móðurfélag Haga. Annar breskur athafnamaður, Malcolm Walker, segir í samtali við Morgunblaðið að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi beðið hann um hjálp við að ná aftur yfirráðum í Högum.

Tom Hunter og Malcolm Walker hafa um árabil verið viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs og Baugs. Hunter tók m.a. þátt í kaupum Baugs á House of Fraser árið 2006 og Malcolm Walker er framkvæmdastjóri Iceland-verslanakeðjunnar sem Baugur átti stóran hlut í. Jón Ásgeir situr enn í stjórn Iceland.

Í fjölpóstinum segir að mikil ráðgáta sé hvers vegna bankinn skoði nú tilboð, sem m.a. sé frá nýjum aðilum, en vilji ekki ræða við Þjóðarhag. „Væntanlega hafa nýir erlendir fjárfestar mestan áhuga á markaðsráðandi stöðu Haga, þeirri sömu og Þjóðarhagur vinnur gegn.“

Sjá nánari umfjöllunum þetta mál og samtöl í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »