Hvetja sjómenn til að sigla í land

Hvetja sjómenn til að sigla í land
Hvetja sjómenn til að sigla í land mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Stjórn Sjómannafélags Íslands mótmælir áformum um afnám sjómannaafsláttar, að því er segir í ályktun sem send hefur verið á fjölmiðla.

„Stjórn félagsins bendir á að allar alhæfingar um góðæri sjómanna fá vart staðist. Sjómenn hafa verið að taka á sig tekjurýrnun vegna aflabrests á loðnuveiðum og sýkingar í síldarstofninum einnig hefur sjávarútvegs ráðherra stórskert veiðiheimildir fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, sem leiðir til verulegrar tekjuskerðingar sjómanna.

Farmenn, varðskipsmenn , ferjumenn og sjómenn á skipum Hafrannsóknarstofnunar verða seint taldir til hátekjumanna. Vegna þeirra sem horfa öfundaraugum til launa sjómanna skal bent á fjarveru sjómanna og þær byrðar sem settar eru á eiginkonur og fjölskyldur þeirra, þá eiga sjómannskonur erfiðara með að stunda störf utan heimilis vegna fjarveru manna sinna.

Þó má fagna yfirlýsingu úr greinagerð með frumvarpinu um að afskipum stjórnvalda af kjörum einstakra starfstétta heyri nú sögunni til. Sjómannafélag Íslands mun hvetja sjómenn til að sigla í land verði af afnámi sjómannaafsláttar."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert