1,5 milljarður mun sparast í bótakerfinu

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar

Margvíslegar breytingar á atvinnubótakerfinu eru í vændum um áramót. Markmið breytinganna, sem unnar eru að frumkvæði félagsmálaráðherra, er m.a. að skerpa framkvæmd atvinnuleysistrygginga og að ná fram sparnaði, allt að 1,5 milljörðum, sem verða nýttir til að virkja atvinnulaust fólk með fjölbreytilegum úrræðum.

„Það má segja að markmiðið sé að skafa innan úr þessu kerfi sem er orðið mjög umfangsmikið," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunnar. „Gert er ráð fyrir að við séum að greiða á milli 28-30 milljarða í atvinnuleysisbætur á næsta ári, sem eru gífurlegar fjárhæðir. Svo það má miklu til kosta til að reyna að ná þessu niður, fyrir nú utan hinn samfélagslega sparnað sem verður af því að virkja fólk sem situr eftir í atvinnuleysi."

Sjálfstætt starfandi með opinn rekstur fá aðeins bætur í 3 mánuði

Helstu breytingar snerta m.a.  bótarétt fólks með sjálfsætt starfandi rekstur og enn með reksturinn opinn. Réttur þessa hóps til bóta var tryggður með ákvæði sem sett var inn í lögin eftir hrunið síðasta haust, en mun nú skerðast við 3 mánuði. Það þýðir að viðkomandi geta aðeins fengið bætur samhliða því að halda rekstrinum opnum í 3 mánuði. Að þeim tíma liðnum verða þeir að loka rekstrinum og kom á bætur sem hefðbundnir launamenn, eða hverfa af bótum og sinna sínum rekstri óstuddir. „Við trúum að það verði langstærsti hópurinn, sem geti að þessum tíma liðnum treyst sér til að lifa af sínum rekstri og þurfi ekki á atvinnuleysisbótum að halda," segir Gissur.

Meðal annarra breytinga má nefna að bótaréttur til skólafólks er skertur á meðan námstíma stendur, þ.e.a.s. námsmenn geta ekki sótt bætur á sumrin meðan þeir bíða næstu annar. Á móti kemur að sá bótaréttur sem námsmenn vinna sér inn með sumarvinnu mun geymast til lengri tíma en áður. Þeir sem ekki fá vinnu að lokinni útskrift eiga þannig rétt á bótum vegna vinnu síðust 6 ára, en áður gilti bótarétturinn aðeins í 3 ár.

Þá munu hlutabætur breytast að því leyti að lágmark 20% starfshlutfalls þarf að skerðast áður en viðkomandi á rétt á bótum, en sem stendur þarf hlutfallið aðeins að skerðast um 10% og þurfti raunar upphaflega ekki að skerðast nema um 1% til að geta fengið hlutabætur. Samtímis verður sett þak á það sem menn geta haft í laun og atvinnuleysisbætur samanlagt og verður það 521.318. Að sögn Gissurar er þetta þó breyting sem snertir ekki marga því örfáir sem fái bætur vegna skerts starfshlutfalls hafi laun sem eru hærri en þetta.

Sérstaklega með ungt fólk í huga

Breytingarnar sem í vændum eru beinast ekki síst gagnvart atvinnulausum ungmennum á aldrinum 16-24 ára, sá hópur sem er hvað veikastur fyrir á vinnumarkaði.  Með aðgerðunum er stefnt að því að bjóða þeim sem geta hefðbundin námsúrræði í framhaldsskólakerfinu en sértækari úrræði þeim sem það þurfa, s.s. Fjölsmiðjuna, grunnmenntaskólann o.fl. sem getur verið kostnaðarsamt.

Gissur segir að geysilega mikið megi gera fyrir þá 1,5 milljarða sem sparast með breytingunum og úrræði sem þessi muni skila sér margfalt til baka. „Ég held að þetta sé mjög mikið framfaraspor og vonandi að þetta skili sér fljótt bæði í bráð og lengd, það er til svo mikils vinnandi að við náum að virkja þá sem eru atvinnulausir og eru í vonleysi og depurð, það skilar sér til lengri tíma.“

Hann bendir einnig á það að aðeins með því að ná að halda meðaltalsatvinnuleysi næsta ár í 8-9% á næsta ári í stað 10% muni sparast um 3-6 milljarðar í minni útgreiðslu bóta.

Lögin taka gildi um áramót og mun kerfið því breytast sem þessu nemur í janúar, en þó með aðlögunartíma í sumum tilfellum.   

mbl.is

Innlent »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru framundan í hagræðingarskyni hjá á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Hælisleitandinn 22 ára en ekki 18

12:51 Hælisleitandi sem var sendur af landi brott í fyrradag er 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefur fram áður. Þetta segir Útlendingastofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni, en vísað er til þess að yfirvöld í heimalandi mannsins, Marokkó, hafi staðfest auðkenni hans og þar með aldur hans. Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

12:26 Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Óléttubekkur aðeins 69.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:69.000 vatns og olíuheldur...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...