Vilja reisa risaverksmiðju til áburðarframleiðslu

Áburðarsekkir á Akureyri.
Áburðarsekkir á Akureyri. Kristján Kristjánsson

Félagið Fertil ehf. stefnir að byggingu risastórrar verksmiðju til framleiðslu á áburði og kalíumnítrati hér á landi. Fjárfestingin yrði ekki undir 30 milljörðum skv. heimildum og raforkuþörfin 350 MW.

Verði þessar framkvæmdir að veruleika eru einna mestar líkur taldar á að verksmiðjunni yrði fundinn staður í Þorlákshöfn. Áætlanir gera ráð fyrir að verksmiðjan framleiði 700 þúsund tonn af áburði auk 760 þúsund tonna af kalíumnítrati til útflutnings. Fyrst þarf þó að leysa úr orkuþörf fyrirtækisins að sögn Eggerts Guðmundssonar, byggingarfræðings og eins forsvarsmanna Fertils.

Talinn er góður markaður fyrir afurðirnar á alþjóðamarkaði. „Ráðgjafar okkar í Bretlandi eru að loka ferlinu við sölu afurðanna og að tryggja okkur hráefni til næstu 20 ára,“ segir Eggert.

Með starfsemi verksmiðjunnar yrðu til 150 bein störf, þar af 50 til 60 fyrir fólk með hátt menntunarstig. Þá gera áætlanir ráð fyrir að afleidd störf yrðu þrisvar til fjórum sinnum fleiri. Auk þess yrði fjöldi starfa til við stórskipahöfn sem reist yrði. ,,Við þyrftum að flytja inn 500 til 600 þúsund tonn af hráefni til framleiðslunnar og útflutningurinn yrði um 1,4 milljónir tonna,“ segir hann.

Sjá nánari umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »