Byssumaður reyndist meindýraeyðir

Byssa, sem tilkynnt var um til lögreglu í Reykjavík í morgun, mun hafa verið vasaljós í höndum meindýraeiðis sem kallaður var að húsi í Bústaðahverfi. Þá var tilkynnt um að óp og öskur hefðu heyrst úr húsinu sem reyndist koma úr öflugu heimabíókerfi en íbúar hússins voru að horfa á kvikmynd.

mbl.is