Bjóða eiðsvarinn vitnisburð

Lögfræðistofan Mishcon de Reya segist í yfirlýsingu til fjárlaganefndar Alþingis standa við það sem kom fram í bréfi til nefndarinnar í gær. Í yfirlýsingunni segist lögfræðistofan vera tilbúin til að leggja fram eiðsvarnar yfirlýsingar ef þess er óskað. Fram kemur einnig, að einn eigandi stofunnar átti fund með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, í Lundúnum 31. mars.

Í yfirlýsingunni, sem Mike Stubbs, einn eigenda lögfræðistofunnar skrifar undir, segir m.a. í þýðingu mbl.is: „Okkur skilst, að Svavar Gestsson, sendiherra, hafi í dag gefið yfirlýsingu þar sem hann er sagður hafna bréfi okkar til fjárlaganefndar þar sem við ræðum um það sem gerðist á skrifstofum Mishcon de Reya  26. mars 2009. Við höfum farið yfir yfirlýsinguna frá hr. Gestsson og sjáum, að þar virðist vera vísað á bug málum, sem við tókum ekki upp í bréfi okkar. 

Yfirlýsing hr. Gestsson virðist snúast um hvort hann hafi treyst utanríkisráðherranum fyrir tilteknum upplýsingum frekar en um það sem í raun gerðist á skrifstofum okkar 26. mars 2009.  Þess vegna lítum við ekki svo á, að í yfirlýsingu hr. Gestsson sé verið að vísa á bug því sem gerðist 26. mars 2009. Mishcon de Reya stendur við þá atburðalýsingu sem veitt er í bréfi okkar í gær til fjárlaganefndar," segir í yfirlýsingunni.

Þar er síðan fjallað um fundinn 26. mars. „Á þeim fundi fór hr. Gestsson, sem skjólstæðingur okkar, fram á að tilteknar upplýsingar yrðu fjarlægðar úr breyttri kynningu sem átti að undirbúa fyrir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, áður en hann hitti starfsbróður sinn, David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands. Við tökum eftir því að í yfirlýsingu hr. Gestsson er ekki sagt, að hann hafi ekki beðið Mishcon að fjarlægja tilteknar upplýsingar úr hinni breyttu kynningu  fyrir utanríkisráðherrann, (dagsettri 29. mars). Við vitum að sjálfsögðu ekki hvort hr. Gestsson deildi þessum tilteknu upplýsingum síðar með utanríkisráðherranum eða einhverjum öðrum," segir í yfirlýsingu lögfræðistofunnar. 

Fram kemur í bréfinu, að fundinn 26. mars sátu, auk Svavars,  þau Huginn Þorsteinsson, fjármálaráðuneyti, Áslaug Árnadóttir, fulltrúi Tryggingasjóðs innistæðueigenda, Mike Stubbs, einn eigandi Mishcon de Reya, John Young, lögmaður hjá Mishcon de Reya, Gunnlaugur Erlendsson, lögmaður og Rebecca Stubbs, lögmaður hjá Maitland Chambers.

Morgunverðarfundur með Össuri

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að, 31. mars hafi hin breytta kynning verið kynnt fyrir Össuri á morgunverðarfundi í Rib Room í Jumeria Carlton Tower hótelinu í Lundúnum. Á þessum fundi hafi verið eftirtalin:

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra
Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Svavar Gestsson, formaður Icesave-nefndarinnar
Huginn Þorsteinsson, fjármálaráðuneyti
Mike Stubbs, einn eigenda Mishcon de Reya
Gunnlaugur Erlendsson, lögmaður.

Skömmu eftir þennan fund hafi utanríkisráðherra haldið til fundar við Miliband.

„Við gerum okkur fulla grein fyrir því, að Icesave-málið er afar viðkvæmt. En við verðum að leggja á það áherslu, að sem lögmönnum ber okkur skylda til að vera hreinskilnir og skýrir gagnvart skjólstæðingum okkar. Ef Alþingi óskar eftir því að fá eiðsvarinn vitnisburð frá lögmönnum, sem sátu fundinn 26. mars 2009 þá er það okkur ánægja að útvega hann," segir í yfirlýsingunni.

Huginn sat ekki fund

Huginn Þorsteinsson hafði samband við mbl.is eftir að þessi frétt birtist og sagðist ekki hafa setið morgunverðarfundinn á Jumeria Carlton Tower hótelinu 31. mars 2009.

mbl.is

Innlent »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

15:30 Íslensk kona var handtekinn í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekinn. Meira »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og var göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »

„Sterk rök með og á móti“

13:41 Tvennu þarf að svara eigi RÚV að fara af auglýsingamarkaði, segir forsætisráðherra. Mun aðgerðin hjálpa öðrum innlendum fjölmiðlum og er unnt að tryggja að RÚV verði ekki fyrir tekjutapi? Meira »

Ruslatunnur í Vestmannaeyjum gæddar lífi

13:32 Litríkar furðuverður hafa lífgað upp á ruslatunnur í Vestmannaeyjum í sumar. Frænkurnar Ísabella Tórshamar og Guðný Tórshamar standa á bakvið listaverkin, sem hafa vakið mikla athygli meðal bæjarbúa og ferðamanna. Meira »

Gleðigöngufólk reimar á sig skóna

12:00 Aldrei hafa fleiri atriði verið skráð til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga, sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14 í dag. Þaðan verður gengið eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og mun gangan svo enda við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll bifast ekki

11:36 Það veit enginn hver á „viðbjóðslega“ eyðibílinn sem situr sem fastast á nemendabílastæðinu við Menntaskólann í Reykjavík. Fyrrverandi inspector automobilum hefur þungar áhyggjur af framhaldinu. Meira »

Fyrsti íslenski bjórsérfræðingurinn

10:50 „Þetta er eins konar þekkingarvottun innan bjóriðnaðarins,“ segir Hjörvar Óli Sigurðsson, 25 ára barþjónn á Brewdog Reykjavík við Hverfisgötu. Meira »

„Leiðinlega hvasst“ sumstaðar í dag

10:12 Það verður „leiðinlega hvasst“ sumstaðar á landinu í dag, samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinar. Gular viðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Suðausturlandi, Austfjörðum, Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð. Meira »

Ekki mitt að dæma

09:06 Á Norðurlandi eystra hefur Halla Bergþóra Björnsdóttir gegnt stöðu lögreglustjórans síðan í ársbyrjun 2015. Halla nýtur sín vel í starfi enda hefur hún brennandi áhuga á löggæslumálum. Hún segir lögreglu eiga fyrst og fremst að þjóna almenningi, tryggja öryggi og hjálpa fólki í viðkvæmri stöðu. Meira »

Vel heppnuð hátíð á afskekktri eyju

08:30 „Þetta var sannkölluð ævintýraferð og gekk öllum vonum framar,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Á fimmtudag lauk hátíð Hróksins í Kullorsuaq, 450 manna þorpi á samnefndri eyju á 74. breiddargráðu við vesturströnd Grænlands. Meira »

Rauðber dreifast víðar um land

08:18 Rauðberjalyng hefur fundist víðar um land en áður en tegundin hefur nú numið land í Munaðarnesi í Borgarfirði og víðar í héraðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skógræktarinnar. Meira »

Innkalla 376 Volvo-bifreiðar

08:18 Bílaumboðið Brimborg hefur tilkynnt Neytendastofu um að innkalla þurfi 376 Volvo-bifreiðar af ýmsum gerðum sem framleiddar voru á árunum 2014 til 2019. Frá þessu er greint á vef Neytendastofu. Meira »

Fékk þakkarbréf 16 árum síðar

08:03 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fékk fyrr í sumar þakkarbréf frá spænskri konu sem hann skutlaði frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur árið 2003, fyrir sextán árum síðan. Meira »

Ekki tekst að ljúka framkvæmdun fyrir skólabyrjun

07:57 Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir í nokkrum skólum Reykjavíkur. Ekki mun takast að ljúka öllum framkvæmdum áður en skólastarfið hefst í næstu viku. Meira »

Engir loftgæðamælar við hafnir

07:37 Draga má þá ályktun af niðurstöðum loftgæðamælinga við Hof á Akureyri að útblástur svifryks, niturdíoxíðs og brennisteinsdíoxíðs frá skemmtiferðaskipum hafi ekki haft heilsufarsleg áhrif á fólk í miðbæ Akureyrar eða allra næsta nágrenni. Meira »

Átta gistu fangageymslur í borginni

07:26 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og nótt, en alls voru 109 mál skráð í dagbók lögreglu og þurfti að stinga átta manns í fangaklefa af ýmsum ástæðum. Þakplötur fuku einnig af fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi. Meira »

Draga þarf úr álögum á fjölmiðla

05:30 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, kallar eftir endurskoðun á skattaumhverfi íslenskra fjölmiðla. Það taki enda mið af gömlu rekstrarumhverfi sem eigi ekki lengur við. Meira »
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...