„Ekki einhliða innanríkismál“

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Heiðar Kristjánsson

„Við verðum að muna að við erum ekki að semja við okkur sjálf, þetta er ekki einhliða innanríkismál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon um það hvort reynt verði að semja að nýju um Icesave-málið frekar að ganga til kosninga. Undirbúningur þeirra sé ekki aðeins til málamynda heldur standi til að láta verða af þeim að óbreyttu.

Steingrímur segir það varasamt að ætla að gefa hugmyndum um nýja samninga undir fótinn „fyrr en menn hafa þá eitthvað efnislegt og handfast í þeim efnum.“

Hann telur að ekki sé auðvelt koma málinu í annan farveg en þann sem það liggur í núna. „Þetta mál hefur margs konar tengingu við og áhrif á stöðu Íslands í hinu stóra samhengi og þá hörðu glímu sem við heyjum enn.“ Leiða þurfi Icesave-málið til farsælla lykta svo taka megi á öðrum brýnum verkefnum sem fyrir liggja.

Meira í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert