Flokksráð VG styður ríkisstjórnina

Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi VG.
Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi VG. Skapti Hallgrímsson

Flokksráðsfundur VG á Akureyri lýsir yfir fullum stuðningi við störf ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar og telur áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf flokkanna vera kjölfestu fyrir samfélagið í gegnum erfiða tíma.

Þetta eru upphafsorð fyrstu ályktanrinnar sem berst frá flokksráðsfundinum, sem var að ljúka rétt í þessu. Fleiri ályktanir munu berast fundinum von bráðar og einnig birtast inni á vef flokksins.

Svo segir í ályktuninni:

„Meginverkefni núverandi ríkisstjórnar er uppgjör vegna hrunsins og endurmótun íslensks efnahagskerfis með velferðarsamfélag í anda hinna norrænu velferðarsamfélaga að leiðarljósi. Tryggja verður að á næstu árum verði í stjórnarráði landsins stjórn sem kennir sig við velferð og að óheftri frjálshyggju síðustu 18 ára verði úthýst til frambúðar.

Hrun bankakerfisins haustið 2008 skildi eftir risavaxin og fordæmalaus úrlausnarefni fyrir íslenskt samfélag að takast á við. Í Alþingiskosningum sem fram fóru í apríl sl. veittu kjósendur minnihlutaríkisstjórn Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og Samfylkingunni fullt umboð til þess leiða áfram vinnu við úrlausn þeirra.  Nú þegar hefur meirihluti þessara flokka náð miklum árangri á skömmum tíma við afar erfiðar aðstæður í þeim endurreisnarstörfum sem hún var kosin til. Má þar nefna hækkun vaxtabóta, heimild til útgreiðslu séreignasparnaðar, frestun allra nauðungaruppboða auk fjölbreyttra úrræða fyrir þá sem glíma við greiðsluerfiðleika. Þá hefur verið lögð áhersla á að efla og auka trúverðugleika eftirlitsstofnanna, t.d. með nýrri og faglegri yfirstjórn í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og vinnu við breytingu laga um fjármálafyrirtæki auk þess að stórefla embætti sérstaks saksóknara.

Endurreisn bankakerfisins hefur verið lokið á mun hagstæðari hátt fyrir ríkissjóð en nokkurn hafði órað fyrir, með 250 milljörðum króna minni beinum fjárútlátum en áætlað hafði verið. Einnig hefur tekist að koma böndum á ríkisfjármálin þannig að afkoma ríkissjóðs er mun betri en á horfðist. Auk þessa hefur tekist að tryggja þau lán sem þurfti til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans.

Mikilvægt er þó að hafa í huga að verkefnið er tímafrekt, að góðir hlutir gerast hægt, og að flokkurinn mun þurfa á öllu sínu þreki og samstöðu að halda í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi. Ekki má gleyma því að oft eru á því skiptar skoðanir hvernig best verði á málum haldið en mestu skiptir að sú lýðræðislega umræða verði til að styrkja hreyfinguna á erfiðum tímum og að ríkisstjórnin haldi ótrauð áfram með sín meginmarkmið að leiðarljósi.

Í tíð ríkisstjórnarinnar hafa ýmiss framfaramál náð fram að ganga sem ekki hefði orðið án þátttöku Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ríkisstjórn og því ber að að fagna. Skal þar fyrst nefnt afnám hinna alræmdu eftirlaunalaga sem og nýtt tekjuskattskerfi sem mun verja hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum og dreifa byrðunum á réttlátari hátt en áður. Þá má einnig nefna jöfn hlutföll kynja í ríkisstjórn, hærri grunframfærslu námslána, skýra og metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, kaup á vændi hafa verið bönnuð, stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefur verið samþykkt, lög sem bæta stöðu sprotafyrirtækja hafa verið samþykkt, ákveðið hefur verið að leggja niður Varnarmálastofnun og svona mætti lengi telja.

Í því endurmótunarstarfi sem flokkurinn tekur þátt í eiga þau gildi sem flokkurinn leggur til grundvallar samfélaginu: félagslegt réttlæti, friðarstefnu, kvenfrelsi og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar að liggja til grundvallar. Með þeim hætti verður hægt að reisa nýtt Ísland.

Flokksráðfundur lýsir yfir fullu trausti á að ráðherrar og aðrir kjörnir fulltrúar hreyfingarinnar haldi áfram að takast á við erfið verkefni af festu og með grunngildi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að leiðarljósi."

Um 130 manns eru á flokksráðsfundi VG á Akureyri.
Um 130 manns eru á flokksráðsfundi VG á Akureyri. Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Skúli gefur kost á sér í 3ja sæti

14:24 Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil og hefur stýrt skóla- og frístundamálum á þeim tíma. Meira »

Líkfundur í Öræfum

14:01 Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en þær höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus. Meira »

Uppbygging á Kringlureit á næstu árum

13:50 Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

13:46 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Varar við tjörublæðingum

13:33 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á leiðinni á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar í dag. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Guðni flutti ávarp á sænsku

13:23 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók til máls á sænsku þegar hann ávarpaði gesti í sænsku konungshöllinni nú rétt í þessu. Sýnt var frá ávarpinu beint á vef konungshallarinnar. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

13:24 Hálka eða snjóþekja á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð og unnið er að mokstri í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Guðni í beinni frá konungshöllinni

13:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Karl Gústaf Svíakonungur, ávarpa gesti í sænsku konungshöllinni í dag og má hér fylgjast með útsendingu af viðburðinum. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

16 ára reyndi að villa um fyrir lögreglu

11:53 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist ekki vera nema sextán ára gamall og því ökuréttindalaus. Stráksi reyndi fyrst að villa um fyrir lögreglu með því að veita rangar upplýsingar um sig, en bílinn sem hann ók hafði hann jafnframt tekið ófrjálsri hendi. Meira »

„Ég var aldrei að fela neitt“

11:41 Jónas Guðmundsson, sem ákærður er fyrir markaðsmisnotkun segir að hann hafi verið starfsmaður á plani hjá Glitni og sem slíkur ekki haft verulega fjárhagslega hagsmuni af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir. Meira »

Boðið að búa með öldruðum

10:52 Háskólanemum stendur nú til boða að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík en birt hefur verið auglýsing þess efnis. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

Endaði bílferðina inni í garði

11:36 Bíll valt í Keflavík í gærkvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og lenti á steinsteypustöpli girðingar með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina. Áður hafði önnur bifreið hafnað inni í garði í Njarðvík og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja bílinn úr garðinum. Meira »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

UMFÍ kannar umfang ofbeldis

10:09 Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Fyrir bóndann á bóndadaginn
Fyrir bóndann á BÓNDADAGINN ARIZONA teg 00 51 701 í stærðum 36-48 á kr. 8.950,- ...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Jöklar - Fyrsta sending 2018 - Opið fyrir pantanir til 15. janúar
Erum að taka niður pantanir fyrir fyrstu sendingu 2018. Húsin eru áætluð til af...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...