Hagar vafalítið skoðaðir

Hagar eru á meðal þeirra fjárfestingarkosta sem Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarsjóður 16 lífeyrissjóða, mun vafalítið skoða, skv. upplýsingum Ágústs Einarssonar, formanns stjórnar Framtakssjóðsins.

Ágúst segir öruggt að búið verði að ganga frá einhverjum fjárfestingum fyrir vorið. Er miðað við að eignarhlutir sjóðsins í fyrirtækjum geti verið á bilinu 20% til 60%.

„Við ætlum ekki að vera einhver viðbótarfjárfestir heldur ætlum að hafa áhrif til góðs fyrir fyrirtæki og við útilokum ekki að við kaupum meirihluta eða verðum það ráðandi aðili að okkar rödd skipti máli en við munum leita samstarfs við aðra,“ segir Ágúst.

Sjá nánar um starfsemi Framtakssjóðs í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »