Andlát: Þorsteinn Geirsson

Þorsteinn Geirsson.
Þorsteinn Geirsson.

Látinn er í Reykjavík Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu.

Þorsteinn var fæddur 15. febrúar 1941 í Reykjavík en foreldrar hans voru Rebekka Þorsteinsdóttir húsmóðir og Geir Magnússon sjómaður.

Þorsteinn lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1966 og varð hæstaréttarlögmaður árið 1972.

Að lokinni útskrift úr háskóla hóf hann starfsferil sinn hjá Árna Guðjónssyni hæstaréttarlögmanni en varð fulltrúi í fjármálaráðuneytinu árið 1971, þar sem hann varð síðar skrifstofustjóri og ráðuneytisstjóri um tíma. Árið 1984 varð hann ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu ári síðar, en því starfi gegndi hann síðan að frátöldum árunum 1999-2003 þegar hann gegndi stöðu ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu.

Hann sat einnig í ýmsum nefndum á vegum fjármálaráðuneytisins sem og dómsmálaráðuneytisins og var m.a. formaður samninganefndar ríkisins í launamálum um tíu ára skeið. Hann sat einnig í Félagsdómi í tvö ár auk þess að eiga sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í 18 ár þar sem hann var formaður árin 1984 og 1990.

Fyrri eiginkona Þorsteins, Guðrún K. Sigurðardóttir kennari lést árið 1983 en eftirlifandi eiginkona hans er María Friðrika Haraldsdóttir skrifstofumaður. Hann lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, stjúpson og fimm barnabörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka