Búið að bjarga konunni

Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Ekkert amaði að konunni sem féll í sprungu á Helgafells-svæðinu í morgun. Dagbjartur Brynjarsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma konunni upp úr sprungunni sem var 4.-5. metra djúp.

Um þrjátíu björgunarsveitarmenn fóru í útkallið sem barst á tólfta tímanum. Konan, sem var á gangi milli Valabóls og Húsfells, féll ofan í sprunguna í gegnum snjó. Önnur kona sem var með henni gat látið vita af óhappinu.

mbl.is