Bankarnir hafa svigrúm til afskrifta

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Ómar Óskarsson

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagði á þingfundi í dag, að hún hafi gefist upp á að reyna komast að því hversu mikið svigrúm bankarnir hafi til afskrifta skulda. Ljóst sé að þeir hafi svigrúm og Alþingi ætti að setja lög til að komast að því hversu mikið það er.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að bankarnir nýti svigrúm sitt til afskrifta og Lilja örlitlu síðar að neyða ætti þá til þess.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, kom síðar í ræðustól og spurði hvort kosningar væru í nánd. Slíkur væri málflutningur stjórnarliða sem allt í einu kalla eftir því að skuldir heimilanna verði afskrifaðar.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kallaði eftir þverpólitískri samvinnu við vinnslu málsins.  Hann beindi orðum sínum til stjórnarliða og sagði tíma til kominn að láta verkin tala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert