Víðtæk rýming vegna eldgossins

Ákveðið hefur verið að rýma samkvæmt áætlun vegna eldgoss í Eyjafjallajökli og er verið eða búið að opna fjöldahjálparstöðvar. Íbúar á svæðunum á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls eru sendir á mismunandi staði. Íbúar í Fljótshlíðinni og svæðunum vestan Markarfljóts fara til Hvolsvallar og Hellu en aðrir fara í Skálakot að íbúum í Skógum undanskyldum, sem fara til Víkur.
mbl.is