Millifærslan rannsökuð

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Brynjar Gauti

Efnahagsdeild ríkislögreglustjóra rannsakar nú þriggja milljarða króna millifærslu FL Group á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg sem stórfellt auðgunarbrot.

Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota í samtali við Morgunblaðið. Hann segir jafnframt að efnahagsbrotadeildin vinni nú að því að afla gagna frá Lúxemborg um málið.

„Spurningin snýst um hvort þetta fé hafi legið á reikningi FL Group í Lúxemborg eða verið notað til einhverra annarra hluta,“ segir Helgi.

Helgi Magnús segir að rannsókn á málinu hafi hafist fyrir nokkru síðan, en á síðasta ári voru framkvæmdar húsleitir í húsnæði tengdu Hannesi Smárasyni.

Sjá ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »