Jörðin seld án auglýsingar

Sigurgeir Runólfsson, bóndi á Skáldabúðum og Þórey Guðmundsdóttir. Jörð þeirra …
Sigurgeir Runólfsson, bóndi á Skáldabúðum og Þórey Guðmundsdóttir. Jörð þeirra var seld án auglýsingar. mbl.is/RAX

„Ég hef reynt að berjast á móti þessu, en eins manns stríð endar aldrei vel,“ segir Sigurgeir Runólfsson, bóndi á Skáldabúðum í Árnessýslu, sem neyðst hefur til að hætta búskap.

Viðskiptabanki hans tók ákvörðun um að selja jörðina. Það var gert án þess að hún væri auglýst til sölu. Þó að Sigurgeir og Þórey Guðmundsdóttir, kona hans, séu óánægð með vinnubrögð bankans treystu þau sér ekki til annars en að samþykkja skilmála bankans, enda stóðu þau frammi fyrir því að vera lýst gjaldþrota ef þau skrifuðu ekki undir samning um sölu jarðarinnar.

„Ég hélt að bankarnir ætluðu að hjálpa fólki. Við erum fimm manna fjölskylda á götunni og ég er atvinnulaus,“ sagði Sigurgeir.

Sjá ítarlega umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert