Íslenskir gosmolar hugsanlega á Noregsströnd

Steinunn með steinana torkennilegu í höndunum.
Steinunn með steinana torkennilegu í höndunum.

Steinunn Sveinsdóttir Barkved sem býr í Sola sem er rétt utan við Stavanger er ekki í vafa um að steinar sem hún hefur fundið í fjörunni rétt við heimili sitt séu gosmolar sem eigi upptök sín frá gosstöðvum í Eyjafjallajökli.

„Ég veitti athygli þremur skrýtnum steinum á ströndinni sem ég er alveg viss um að eru hraun- eða vikurmolar. Það er meira að segja brennisteinslykt af einum þeirra. Þegar ég fór síðar á ströndina sá ég að fleiri mola hafði rekið á land,“ segir Steinunn.

Hún er hálfíslensk og segist þekkja vel til á Íslandi og hafa búið hér um skeið. Hún velkist ekki í vafa um að þetta séu hraunmolar og að ekkert norskt sé við þá.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »