Rauðalæk lokað

Rauðilækur í Reykjavík.
Rauðilækur í Reykjavík. mbl/ Sigurður Bogi

Götunni Rauðalæk í Laugarneshverfi í Reykjavík verður lokað fyrir gegnumakstri frá og með deginum í dag. Lokunin er í tilraunaskyni og mun standa í tvo mánuði, eða fram til 14. ágúst.

Rauðalæknum er lokað á grundvelli samþykktar umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar frá því í febrúar síðastliðnum. Áður höfðu fulltrúar foreldra í Laugarneshverfi lýst yfir áhuga sínum á tilraun um lokun.

Þegar gatan verður aftur opnuð í ágúst verður, samkvæmt bréfi Ólafs Bjarnasonar samgöngustjóra Reykjavíkurborgar til íbúa, málið sett í hendur Rauðlækinga og gerð könnun þeirra á meðal um hvernig til hefur tekist. Hvernig málum verður háttað til lengri framtíðar byggist á þeirri útkomu.

mbl.is

Bloggað um fréttina