Fréttaskýring: Tilmælin gefa hagfelldari lyktir en gengistrygging

Næstu afborganir lánþega verða almennt töluvert lægri en ef upprunaleg kjör samninga um gengistryggð lán stæðu, hlíti bankar og fjármögnunarfyrirtæki tilmælunum sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sendu frá sér í fyrradag. Kjör þeirra verða aftur á móti ekki eins góð og ef lagt væri til grundvallar að samningsvextir stæðu óbreyttir og óverðtryggðir en margir lögspekingar hafa hallast að þeirri túlkun á dómnum.

Er þetta meðal niðurstaðna útreikninga sem Nordik fjármálaráðgjöf gerði að beiðni Morgunblaðsins. Þannig getur upphæð næstu afborgunar af láni sem veitt var árið 2007 numið aðeins um þriðjungi af því sem hún hefði verið með gengistryggingu. Aftur á móti leiða tilmælin til tæplega fjórfaldrar afborgunar miðað við að samningsvextir standi án gengistryggingar.

Tilmæli stofnananna fela í sér að miða skal endurútreikning lánanna við vexti Seðlabankans í stað umsaminna vaxta. Þeim er ætlað að gilda þar til Hæstiréttur sker úr um hvort og hvernig skuli endurreikna gengistryggð lán í íslenskum krónum en Hæstiréttur tók af réttarfarsástæðum ekki á því í dómi um ólögmæti gengistryggingar íslenskra lána.

Ekki er um bindandi tilmæli að ræða og hafa forsvarsmenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins tekið skýrt fram að endanleg úrlausn liggi hjá Hæstarétti eða hjá löggjafanum. Lánveitendur virðast þó ætla að hlíta tilmælunum að meira eða minna leyti hvað varðar þau lán sem víst er að tilmælin ná til.

Haldreipi fyrir lánardrottna

Lánveitendur hafa frá því dómur Hæstaréttar gekk hafnað þeirri túlkun að þar sem rétturinn taldi aðeins ákvæði um gengistryggingu óskuldbindandi standi önnur ákvæði, þar á meðal ákvæði um lága vexti, óhögguð.

Kváðu þeir ekki ljóst hvernig ætti að gera upp lánin þar sem ekki væri tekið á því sérstaklega í dóminum. Brugðu af þessum sökum margir þeirra á það ráð, áður en fyrirmælin voru gefin út, að lýsa því yfir að ekki yrðu sendir út greiðsluseðlar til skuldara fyrr en leyst væri úr óvissu um hvernig lánin skyldu gerð upp. Tilmælin veita lánardrottnum því ákveðið haldreipi svo þeir geti heimt einhverjar afborganir af veittum lánum. Að gengnum dómi Hæstaréttar um endanlegt uppgjör kemur svo í ljós hvort þeir hafa fengið ofgreitt eða ekki.

Það er útbreidd skoðun meðal lögfræðinga og hagsmunasamtaka að þar til dómstólar veiti skýrari svör skuli samningsvextir standa.

Áþekk sennilegri niðurstöðu

Lögspakir sérfræðingar á sviði samninga- og kröfuréttar hafa leitt að því líkur að dómsúrlausn um forsendur uppgjörs lánanna verði ekki ólík þeim sem tilmælin kveða á um.

Byggist það á því að með því að gengistryggingin fellur niður standi eftir kjör sem seint hefði verið samið um í upphafi. Þau megi jafnvel telja beinlínis ósanngjörn í garð lánveitenda en í 36. gr. samningalaga er heimild til að breyta samningum eftir á, teljist þeir ósanngjarnir. Þeirri heimild hefur þó verið beitt afar varfærnislega í dómaframkvæmd og sjaldan eða aldrei til hagsbóta fyrir fyrirtæki á kostnað neytenda.


Innlent »

mbl.is tilnefndur

00:01 Morg­un­blaðið og mbl.is eru til­nefnd til blaðamanna­verðlauna fyr­ir árið 2017 en dóm­nefnd á veg­um Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur birt til­nefn­ing­ar sín­ar til verðlaun­anna sem verða afhent í Hörpu laugardaginn 3. mars. Meira »

Flóð við N1 - myndband

Í gær, 22:38 Vatn flæðir upp á miðjar bensíndælur við N1 í Skógarseli. Vinnuvélar eru á svæðinu og verið er að reyna að fjarlægja ís frá niðurföllum. Meira »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...