Handtekinn eftir mótmæli

mbl.is/Eggert

Mótmælendur hófu á hádegi í dag að berja á búsáhöld og blása í lúðra framan við skrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Hverfisgötu í Reykjavík. Lögreglan handtók einn mótmælandann, sem skvetti málningu á bygginguna.

Áætlað er að um 50 manns séu við Hverfisgötu og framleiða þeir talsverðan hávaða.

Í tilkynningu, sem fulltrúi hópsins sendi frá sér um helgina, segir að mótmælt verði utan við skrifstofu sjóðsins í hádeginu alla virka daga  uns sendifulltrúi sjóðsins kemur sér burt og ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún starfi ekki lengur eftir neyðaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur hafi rift öllum núgildandi samningum við sjóðinn.

mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert